
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvert hlutverk þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að vera við afgreiðslu á frumvarpi Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að töluverður meirihluti eða 75,3% þeirra sem tók afstöðu vildu að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. Af þeim sögðu 47,7% að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar ætti að ráða úrslitum um afgreiðslu frumvarpsins og 27,6% að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að vera leiðbeinandi fyrir Alþingi.
MMR kannaði vilja fólks til að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu Alþingiskosningum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 21,4% landsmanna að það kæmi til greina að þeir myndu kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu Alþingiskosningum.
MMR kannaði hvort almenningur vildi heldur Bjarna Benediktsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,6% heldur vilja Hönnu Birnu en 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna og 27,9% vildu hvorugt þeirra.
MMR kannaði hver afstaða almennings er til aðkomu Alþingis við afgreiðslu nýs frumvarps Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að rúmlega helmingur þeirra sem tók afstöðu vildi að Alþingi fjallaði ítarlega um frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár eða 57,4%.
MMR kannaði hvort fólk hefði kynnt sér frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að rúmlega helmingur þeirra sem tók afstöðu hafði ekkert kynnt sér frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár eða 53,1%.
MMR kannaði afstöðu meðlima þjóðkirkjunnar til þess hvort þeir hefðu hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu hafði rúmlega þriðjungur eða 34,4% hugleitt að segja sig úr henni á síðastliðnum mánuðum en 65,6% sögðust ekki hafa hugsað um það.
MMR kannaði afstöðu landsmanna til boðaðra verkfallsaðgerða leikskólakennara. Í könnuninni kom fram að 93,1% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög fylgjandi því að hækka ætti laun leikskólakennara svo ekki komi til verkfalls þann 22. ágúst næstkomandi.
MMR kannaði afstöðu landsmanna til aukins landamæraeftirlits með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins. Af þeim sem tóku afstöðu voru um helmingur, eða 49,0%, sem sögðust mjög fylgjandi auknu landamæraeftirliti og 34,5% sögðust frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti. Að samanlögðu voru þannig 83,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sem sögðust annað hvort mjög eða frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins en 16,5% sögðust því andvíg.
MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 69,3% sem sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndinni. Skipt eftir einstökum svörum voru 47,5% sem sögðust mjög andvíg, 21,8% sögðust frekar andvíg, 19,8% sögðust frekar fylgjandi og 10,9% sögðust mjög fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á Íslandi. Samkvæmt könnuninni fer því heldur fækkandi í hópi þeirra sem eru fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi en í könnun MMR frá í febrúar 2010 kom fram að 36,3% sögðust frekar eða mjög fylgjandi rekstri þeirra samanborið við 30,7% nú.
MMR kannaði hvort Íslendingar ætla að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Um helmingur landsmanna ætlar að ferðast innanlands í sumarfríinu en af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 51,9% ætla eingöngu að ferðast innanlands í sumarfríinu, 28,5% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu, 9,9% ætla eingöngu að ferðast utanlands og 9,7% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu.
MMR kannaði hvort fólk væri almennt fylgjandi eða andvígt því að höfðað hafi verið sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde. Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu kváðust andvígir ákærunni gegn Geir eða 65,7%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 48,3% vera mjög andvígir, 17,3% frekar andvígir, 14,6% frekar fylgjandi og 19,7% sögðust mjög fylgjandi að höfðað hafi verið sakamál gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna refsiverðrar háttsemi hans í embættisfærslu sinni á árinu 2008.
Í könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda kom í ljós að enn er mikill stuðningur við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. Samskonar könnun var framkvæmd af MMR í febrúar á þessu ári og voru niðurstöður beggja kannana mjög áþekkar nema nú voru töluvert fleiri sem tóku afstöðu til spurninganna (sjá meðfylgjandi töflu).
MMR kannaði hvort landsmenn væru sáttir eða ósáttir við nýgerða kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63% vera sáttir og 37% ósáttir við nýgerða kjarasamninga, þar af voru 9,0% mjög sáttir og 13,4% mjög ósáttir.