MMR_QualCycleEigindlegar aðferðir eru yfirleitt notaðar þegar meiri áhersla er lögð á skilning á hugsanagangi neytenda frekar en tölulega greiningu á aðstæðum. Aðferðirnar eiga það sammerkt að byggja á einhverskonar viðtalsrannsóknum þar sem megináherslan er lögð á að kortleggja af hverju fólki finnst eitthvað frekar en hversu margir eru sammála eða ósammála.

Þannig má líkja niðurstöðum eigindlegra rannsókna við orðabækur. Í orðabókinni fer ekki fram talning á því í hvaða merkingu orð eru oftast notuð, heldur fjallar hún um allar þær merkingar sem tiltekin hugtök geta haft og gerir þeim öllum jafn hátt undir höfði (óháð því hve oft hugtökin eru notuð í tiltekinni merkingu).

MMR býður fjölbreyttar lausnir á sviði eigindlegra rannsóknaraðferða sem hæfa ólíkum viðmælendum, kringumstæðum og viðfangsefnum.

Helstu aðferðir

Rýnihópar:

Rýnihópar eru öflugt verkfæri til að greina og skýra þá merkingu sem neytendur
leggja í umhverfi sitt. Með rýnihópum má nálgast svör við aðkallandi spurningum
eins og hvaða breytingar eru að eiga sér stað í neytendahegðun eða hvaða nýju
þarfir eru að verða til.

Algengar spurningar sem svarað er í rýnihópum eru til dæmis:

  • skilningur á orðaforða eða orðfæri viðskiptavina
  • hvaðan er ímynd fyrirtækja og vörumerkja komin
  • mati á viðbrögðum við nýjum auglýsinga- og/eða markaðsherferðum
  • kortlagning á ástæðum fyrir kauphegðun
  • greining á fyrirsjáanlegum og orðnum breytingum á hegðun og tísku


Hvernig eru niðurstöður rýnihópa unnar?
Niðurstöðum rýnihópanna er skilað í skýrslu þar sem leitast er við að setja niðurstöðurnar upp á myndrænan og aðgengilegan hátt. Þeim rannsóknarspurningum sem lágu til grundvallar rannsókninni er svarað og studdar með tilvitnun í orð þátttakenda. Einnig er gerð grein fyrir nýjum hugmyndum og nýrri sýn sem getur gagnast fyrirtækinu og þannig aukið gildi niðurstaðnanna.

Ítarefni um rýnihópa:  MMRFocus.pdf

Djúpviðtöl:

Djúpviðtalið byggir á einstaklingssamtölum sem fara fram samkvæmt umræðuramma eða í frjálsu flæði. Aðferðin hentar t.d. sérlega vel þegar umræðuefnið er af viðkvæmum toga, ef erfitt er að ná tilteknum hópi viðmælenda saman eða ef rannsóknarefnið krefst þess að greining eigi sér stað milli viðtala.

Umræðuborð:

Fjarumræðuborð er lokað spjallsvæði á internetinu sem þangað sem við bjóðum fyrirfram völdum neytendum að taka þátt í umræðum um tiltekna vöru eða þjónustu. Umræðunum er stýrt af umræðustjóra og vara yfirleitt í 3 til 5 daga. Umræðuefnið getur tekið nokkrum breytingum eftir því sem líður á umræðurnar og nýjar upplýsingar koma fram.

Eigindlegt + megindlegt:

Eigindlegar rannsóknaraðferðir eins og t.d. rýnihópar gegna fyrst og fremst því hlutverki að kortleggja og skilja. Þannig nýtast þær vel til að kortleggja hvaða skoðanir eru til en þær gefa ekki til kynna hvaða skoðanir eru algengastar. Til að mæla það þarf að flétta niðurstöður eigindlegra rannsókna saman við
megindlegar aðferðir – svo sem spurningakannanir.

Með því að skipuleggja samþættingu rannsóknaraðferða strax í upphafi er lagður grundvöllur að skilvirkari rannsókn, styttri framkvæmdatíma og lægri kostnaði. 

EmFLow