Gildin okkar, frumkvæði, trúnaður og fagmennska endurspeglast í stefnu MMR - sem er að vera fyrsta val viðskiptavina okkar með því að:

  • Leggja okkur fram um að skilja og taka tillit til rekstrarmarkmiða viðskiptavina okkar
  • Hafa frumkvæði að því að sækja okkur þekkingu og nýta hana til þjónusta sérhvert verkefni eins og best verður á kosið
  • Byggja varanlegt samband við viðskiptavini í gegnum fagleg vinnubrögð og trúverðugleika
  • Starfa eftir siðareglum ESOMAR - alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja
  • Umfram allt, að virða trúnað við þátttakendur í könnunum, viðskiptavini og samfélagið sem við búum í

Persónuverndarstefna MMR

Friðhelgi þín er heilög!
Persónuvernd er hornsteinn í starfi MMR. Persónuverndarstefna MMR tekur til persónuupplýsinga óháð því hvernig þeirra er aflað, þær eru geymdar eða þær unnar.
Persónuupplýsingar eru alltaf trúnaðarmál
Við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar í fullum trúnaði. Viðhorfs- og markaðsrannsóknir eru alltaf greindar á nafnlausan hátt. Þegar viðskiptavinir MMR frá afhentar niðurstöður úr könnunum þá fá þeir eingöngu samandregin gögn þar sem persónugreinanlegar upplýsingar hafa verið fjarlægðar.

Upplýsingaöflun, gagnavinnsla og gagnanotkun
Gagnaöflun, gagnavinnsla og gagnanotkun er unnin samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutum reglugerðar Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga.
MMR vinnur eingöngu með og notar gögn að því marki sem nauðsynlegt er við framkvæmd viðhorfskannana, í samræmi við gildandi lög og með þínu samþykki. Ef þú tekur þátt í rannsókn á vegum MMR þá heldur svarblað þitt tengingu við persónulegt viðfang þitt (svo sem tölvupóstfang eða símanúmer) á meðan gagnaöflun stendur. Um leið og þú lýkur könnuninni þá rofna tengslin þarna á milli sjálfkrafa nema annað sé sérstaklega tekið fram og að fengnu þínu samþykki. Við bendum sérstaklega á að persónuupplýsingar þátttakenda í könnunum, svo sem nafn, tölvupóstfang og símanúmer, eru í öðru tilliti geymdar aðskildar frá svörum þínum við könnunum.
Þátttaka einstaklinga í könnunum er af frjálsum vilja og með þeirra samþykki sem frjálst er að afturkalla hvenær sem er. Við störfum einnig samkvæmt almennum gagnaverndarákvæðum og lagalegum viðmiðum ESOMAR (alþjóðasamtökum viðhorfs- og markaðsrannsóknarfyrirtækja). Ef þú vilt fá nánari upplýsingar eða óska eftir afkráningu persónuupplýsinga þá hikaðu ekki við að hafa samband með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Markaðsrannsóknir eru ekki markaðssetning
Gögnin sem MMR safnar eru notuð til að kortleggja venjur, viðhorf og vilja fólks. Við biðjum fólk aldrei að kaupa vöru eða þjónustu, né heldur dreifum við auglýsingum fyrir þriðja aðila. Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té verða aldrei gerðar aðgengilegar öðrum nema þú biðjir um það, samþykkir það sérstaklega eða lög mæli svo fyrir.

Hverskonar persónugreinanlegum gögnum söfnum við og af hverju
Eftir því hvaða upplýsingar þú hefur látið okkur í té og/eða eru opinberlega aðgengilegar þá geymum við ýmis persónugögn svo sem nafn, kennitölu, kennitölu lögaðila sem þú kannt að vera í forsvari fyrir, aldur, kyn, þjóðerni, póstnúmer, símanúmer og tölvupóstfang. Þá geymum við einnig upplýsingar sem þú kýst að veita okkur til varðveislu um menntun, starf og tekjuhóp.
Við notum upplýsingar um aldur, kyn, kennitölu, þjóðerni og póstnúmer til að geta beint könnunum til réttra aðila hverju sinni. Við notum upplýsingar um menntun, starf og tekjuhóp til að tryggja að gögnin sem við öflum endurspegli ólíka þjóðfélagshópa í réttu hlutfalli. Við notum upplýsingar um símanúmer og tölvupóstfang til að hafa samband við þig vegna kannana. Við geymum einnig upplýsingar um hvaða könnunum þér hefur verið boðið að taka þátt í og hvaða könnunum þú hefur lokið. Hvort tveggja í þeim tilgangi að geta stýrt álagi á svarendur og til að úthluta verðlaunum þar sem þau hafa verið í boði. Ef rannsóknir eru unnar meðal viðskiptavina eða starfsmanna fyrirtækja þá fáum við jafnan afhendar og geymum upplýsingar um einingar sem viðmælandi tilheyrir undir, lengd viðskipta-/ráðningasambands (s.s.hópa, deildir og/eða svið), kyn og grófa flokkun á stöðu viðmælanda í skipuriti. Þessar upplýsingar og svör þín við könnunum eru aftur á móti geymdar aðskildar frá persónuupplýsingum þínum.

Miðlun persónuupplýsinga
Við látum aldrei þriðja aðila í té upplýsingar um einstaklinga nema fyrir liggi samþykki frá þeim einstaklingi. Verið gæti að persónuupplýsingum væri miðlað til vinnsluaðila sem er þjónustuveitandi, verktaki okkar eða umboðsmaður í þeim tilgangi að ljúka við verkefni. Við afhendum vinnsluaðilum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í ofangreindum tilgangi og þá eru gerðir sérstakir samningar við vinnsluaðila þar sem þeir eru skyldaðir til að halda persónuupplýsingum öruggum og einungis til notkunar í ofangreindum tilgangi.

Persónuvernd barna
MMR gerir hvorki rannsóknir á né kannanir meðal barna yngri en 18 ára án samþykkis forráðamanns.

Birting, gildistími og endurskoðun
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Persónuverndarstefnan öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins (www.mmr.is).

Þessi útgáfa persónuverndarstefnunnar var birt 13. maí 2021.