fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Hamborgarhryggurinn heldur fast í sæti sitt á borðum landsmanna þetta árið en nær helmingur (47%) hyggst gæða sér á hátíðarréttinum hefðbundna á aðfangadagskvöld. Lambakjöt annað en hangikjöt (10%) situr líkt og síðustu tvö ár í örðu sæti mælinga en þeim fjölgar sem segjast nú ætla að gæða sér á nautakjöti (6%). Þá virðist aðeins hafa dregið úr vinsældum grænmetisfæðis, sem missir sæti sitt á lista vinsælustu hátíðarréttanna til andarinnar (4%). Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 13.-20. desember 2021.

|

Útlit er fyrir að Covid faraldurinn muni koma niður á skötuáti landsmanna annað ári í röð en einungis 30% segjast ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu þetta árið. Var hið sama uppi á teningnum í fyrra en skötuát Íslendinga hafði mælst stöðugt í 35-38% á árunum 2014 til 2019, áður en faraldurinn hófst. Alls hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla í skötu lækkað um 12 prósentustig frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011.

|

Stúfur hefur loks látið til skara skríða og mælist nú í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn, eftir að hafa setið í skugga Kertasníkis síðustu ár. Alls nefndu 30% svarenda í könnun þessa árs Stúf sem sinn uppáhalds jólasvein en 28% nefndu Kertasníki. Vinsældir beggja sveinanna aukast nokkuð frá síðustu mælingu en aðeins hefur dregið úr vinsældum Hurðaskellis (12%), enda eflaust óþarflega hávær gestur nú þegar landsmönnum í sóttkví fjölgar ört.

Stúfur hefur gert ýmsar atlögur að hjörtum landsmanna í gegn um árin en vinsældir hans hafa þó verið öllu hverfulli en Kertasníkis sem alltaf hefur tekist að halda í forskot sitt á toppnum. Skyrgámur hefur hreiðrað vel um sig í fjórða sætinu síðustu ár en Stekkjastaur sækir vel að og situr í því fimmta. Þá er spurning hvort að Covidraunir Íslendinga hafi átt þátt í að skapa hlýhug til Gluggagægis, sem laumar sér í sjötta sæti listans þetta árið.

|

Enn dregur úr jólakortasendingum landans en einungis þriðjungur hyggst senda jólakort í ár. Hlutfalli þeirra sem hyggjast senda jólakort með bréfpósti fækkar ört en einungis 15% hyggjast senda korti í pósti og 24% segjast ætla að senda rafræn kort í ár. Þetta kemur fram í nýrri jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 13.-20. desember.

|

Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra er sá ráðherra sem nýtur mests trausts meðal landsmanna en fæstir treysta Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun MMR á trausti til ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Nokkurn mun má sjá á trausti til ráðherra eftir flokkslínum en ráðherrar Framsóknarflokksins njóta meira trausts og minna vantrausts heldur en allir aðrir ráðherrar, að forsætisráðherra undanskildri. Þá mældust ráðherrar Sjálfstæðisflokksins með meira vantraust en ráðherrar annarra ríkisstjórnarflokka.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,5%, nær óbreytt frá síðustu fylgismælingu MMR. Fylgi Framsóknarflokksins mældist næst mest eða 18,2% og fylgdu Píratar þar á eftir með 12,4% fylgi en fylgi beggja þessara flokka reyndist einnig nær óbreytt frá síðustu mælingu. Fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 12,1% en fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 61,9%, tæplega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 60,0%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,2%, nær óbreytt frá síðustu fylgismælingu MMR og rúmum tveimur prósentustigum minna en við síðustu Alþingiskosningar. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,5%, tæpum tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu en fylgi Vinstri grænna mældist nú 13,9%, rúmum tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu. Fylgi Pírata mældist nú 12,4%, nær óbreytt frá síðustu mælingu og fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,1%, tæpum tveimur prósentum hærra en í síðustu mælingu. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,2%, tæpum tveimur prósentustigum minna en í síðustu mælingu og fylgi Miðflokksins mældist nú 4,2%, tæpum tveimur prósentum minna en í síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 60,0%, rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 57,6%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1%, tæpum tveimur prósentustigum minna en í síðustu fylgismælingu MMR og rúmum þremur prósentustigum lægra en við síðustu Alþingiskosningar. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,9%, tæpu prósentustigi meira en við síðustu kosningar og fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,1%, hálfu prósentustigi minna en í kosningunum. Fylgi Pírata mældist nú 11,7%, þremur prósentustigum meira en í síðustu kosningum og fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0%, tæpum tveimur prósentum hærra en í kosningunum. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 7,8%, rúmu prósentustigi minna en í kosningum og fylgi Miðflokksins mældist nú 3,2%, rúmlega tveimur prósentum minna en í síðustu kosningum.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 57,5%, tæpum sex prósentustigum hærra en í síðustu könnun fyrir kosningar þar sem stuðningur mældist 51,6%.

|

Fjórða árið í röð reyndist Fjarðarkaup efst fyrirtækja í Meðmælakönnun MMR sem það íslenska fyrirtæki sem Íslendingar vilja helst mæla með. Líkamsræktarstöðin Hreyfing fylgdi fast á hæla þess í öðru sætinu en nokkuð reyndist um ný nöfn á lista efstu íslensku fyrirtækjanna og skipuðu nýliðar Dropp, Dineout, Tokyo Sushi og Hopp sér öll sæti á lista þeirra tíu efstu í ár. Þetta er á meðal niðurstaðna Meðmælakönnunar MMR 2021, nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 137 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja.

|

Fylgiskannanir MMR í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga gáfu mjög góða mynd af þeim fylgisbreytingum sem voru að eiga sér stað og reyndust þegar upp var staðið gefa ágæta vísbendingu um hvert framhaldið gæti orðið fram á kjördag.

Síðustu sjö dagana fyrir kosningar birti MMR niðurstöður úr þremur fylgiskönnunum og lauk þeirri síðustu um miðjan dag fimmtudaginn 23. september. Með tilliti til þriggja síðustu kannananna virtist greinilegt að einkum Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, en einnig Viðreisn, hefðu náð ákveðnu forskoti. Um leið mátti sjá hvernig dró úr stuðningi við Vinstri-græn, Samfylkingu, Pírata og Sósíalista. Stuðningur við Flokk fólksins og Miðflokkinn hafði staðið nokkuð í stað.

|

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum á fylgi flokkanna sem buðu fram fyrir nýliðnar Alþingiskosningar og lauk hinni síðustu fimmtudaginn 23. september 2021. Í heild munaði að meðaltali 1,6 prósentustigum á atkvæðahlutfalli flokkanna í könnuninni og kosningunum. Munurinn reyndist eitt prósentustig eða minna hjá 4 aðilum af 10 sem buðu fram (þ.e. Framsóknarflokki, Miðflokknum, Sósíalistum og öðrum). Mestur var munurinn á fylgi Viðreisnar þar sem skeikaði 3,7 prósentustigum. Í tilfelli annarra flokka, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna ,Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata, reyndist munurinn á bilinu 1,2-2,9 prósentustig.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,9%, rúmu prósentustigi hærra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 21. - 22. september. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 16,4%, rúmum tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu og fylgi Viðreisnar jókst um tvö prósentustig og mældist nú 12,0%. Fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um rúm tvö prósentustig og mældist nú 11,5%, Fylgi Vinstri-grænna minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 9,7% og fylgi Flokks fólksins minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 6,2%. Þá jókst fylgi Miðflokksins um eitt prósentustig og mældist nú 5,8% en fylgi Sósíalistaflokks Íslands minnkaði um tæpt prósentustig og mældist 5,1%. Fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 51,6%, nær óbreytt frá síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 51,7%.

|

Yfir helmingur landsmanna sögðust bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og yfir þriðjungur til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Rúmlega þrír af hverjum fjórum sögðust hins vegar bera lítið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins og um fjórir af hverjum fimm sögðust bera lítið traust til Guðmundar Franklín Jónssonar, formanns Frjálslynda lýðræðisflokksins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun MMR á trausti til stjórnmálaleiðtoga á Íslandi. Traust til leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna þriggja hefur aukist yfir síðastliðin tvö ár og mælist hærra en traust til leiðtoga annarra stjórnmálaflokka.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,8%, tæpum tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 15. - 17. september. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 14,3%, tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu og fylgi Samfylkingarinnar jókst um rúmt prósentustig og mældist nú 13,9%. Fylgi Vinstri-grænna minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 11,0% og fylgi Pírata mældist 10,3%, einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist 7,3%, tæplega tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun en fylgi Sósíalistaflokks Íslands minnkaði um tvö og hálft prósentustig og mældist nú 6,0%. Fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 51,7%, einu og hálfu prósentustigi meira en í síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 50,1%.

|

Yfir undanfarna daga hefur umræða spunnist í hinum ýmsu miðlum landsins þess efnis að könnunarfyrirtæki undanskilji einstaklinga í eldri aldurshópum frá könnunum sínum nú í aðdraganda kosninga.

Þá hefur þeirri kenningu verið haldið fram að ákveðnir flokkar eigi inni fylgi umfram það sem fram kemur í könnunum vegna þess að eldri borgarar séu ekki meðtaldir.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 20,3%, tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 8. - 10. september. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,0%, rúmu prósentustigi meira en í síðustu mælingu en fylgi Framsóknarflokksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 12,7%. Fylgi Vinstri-grænna jókst um tæp tvö prósentustig og mældist nú 12,1% og fylgi Pírata mældist 11,8%, tæpum tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist 8,6%, tæplega tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, fylgi Viðreisnar minnkaði um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 10,7% og fylgi Miðflokksins minnkaði um eitt og hálft prósentustig og mældist nú 4,6%. Fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 50,1%, nær óbreytt frá síðustu könnun þar sem stuðningur mældist 49,9%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,3%, tveimur og hálfu prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 31. ágúst - 3. september. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 15,0%, tæpum tveimur prósentustigum hærra en í síðustu könnun og fylgi Viðreisnar mældist nú 12,2%, tæplega fjórum prósentustigum hærra en í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist 6,7%, rúmlega prósentustigi minna en í síðustu könnun en fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 49,9% og jókst um rúmlega tvö prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 47,7%.

|

Um 40% landsmanna töldu að fjöldi flóttafólks sem veitt er hæli á Íslandi væri of lítill. Þetta er nokkur breyting frá mælingum fyrri ára þegar töluvert færri, eða um 30% landsmanna, höfðu sagst sömu skoðunar. Fjöldi þeirra sem töldu fjölda flóttafólks hæfilegan mældist 35% í ár sem er óbreytt frá fyrra ári en fækkun um 10% prósentustig frá árunum áður. Þá dró nokkuð úr fjölda þeirra sem taldi að fjöldi flóttafólks sem fengi hæli á Íslandi væri of mikill, fór úr 32% 2020 í 26% nú - sem er álíka fjöldi og mældist árin 2017 og 2018.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,9%, prósentustigi hærra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 18. - 24. ágúst. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 13,3%, tæpu prósentustigi hærra en í síðustu könnun og fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 12,1%, um einu og hálfu prósentustigi hærra en í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist 9,8%, tæpu prósentustigi minna en í síðustu könnun og fylgi Viðreisnar mældist 8,4%, tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 47,7% og minnkaði um rúmt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 49,1%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,9%, tæpu prósentustigi lægra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 8. - 14. júlí. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,5%, nær óbreytt frá síðustu könnun en fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,5%, tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun og fylgi Pírata mældist 10,6%, einu og hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,4%, prósentustigi meira en við síðustu könnun, fylgi Miðflokksins mældist 6,2%, um prósentustigi meira en við síðustu könnun og fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist 8,7%, rúmum þremur prósentustigum meira en við síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 49,1% og minnkaði um fjögur prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 53,1%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 24,6%, tæplu prósentustigi lægra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 24. júní - 6. júlí. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,1%, tveimur og hálfu prósentu stigi hærra en í síðustu könnun og fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,9%, rúmlega hálfu prósentustigum hærra en í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,7%, rúmu prósentustigi minna en við síðustu könnun og fylgi Miðflokksins mældist 5,2%, um einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu könnun en fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 53,1% og minnkaði um tæplega tvö prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 54,9%.

|
Síða 1 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.