Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,4%, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu fylgismælingu MMR sem lögð var fyrir dagana 4. - 14. júní. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,3%, rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu könnun en fylgi Pírata mældist nú 12,2%, prósentustigi minna en við síðustu könnun. Þá jókst fylgi Viðreisnar um rúmt prósentustig og mældist nú 9,1% en fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt frá síðustu mælingu.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 54,9% og jókst um rúmt prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 53,7%.