- Fylgi Framsóknarflokks heldur áfram að dala
- Fylgi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks breytist lítið
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 30,5%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun í febrúar 2009 þegar fylgi flokksins mældist 24,1%. Fylgi Framsóknarflokksins dalar nokkuð og fer úr 14,9% í febrúar í 10% nú. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna breytist lítið, fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 29,3% og fylgi Vinstri grænna 22,7%.
Fjöldi þeirra sem sagðist myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast heldur áfram að minnka og stendur nú í 5,3%