fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

geysir logoMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að ferðamönnum (íslenskum sem erlendum) verði gert að kaupa „náttúrupassa" til að öðlast aðgengi að helstu ferðamannastöðum á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47,2% vera fylgjandi því að ferðamönnum verði gert að kaupa náttúrupassa til að öðlast aðgengi að helstu ferðamannastöðum á Íslandi og 35,2% sögðust vera andvíg.

|

Katrin Jakobsdottir smallMMR kannaði álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Í könnuninni voru svarendur beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við stjórnmálaleiðtogana eða ekki. Ef skoðuð eru svör þeirra sem tóku afstöðu má sjá að flestir töldu Katrínu Jakobsdóttur, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Gnarr vera gædd þeim eiginleikum sem spurt var um.

|

coolbrands bookÞann 10. apríl síðastliðinn var haldin ráðstefnan „How Cool Brands Stay HOT - Branding to Generation Y & the Future of Social Media". Á ráðstefnunni héldu þeir Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer fyrirlestur um hvað drífur Y-kynslóðina (einstaklingar á aldrinum 16 til 30 ára) áfram og hvernig markaðsfólk þarf að laga sig að þeim veruleika. Fyrirlesturinn var byggður á upplýsingum úr ítarlegum rannsóknum Insites Consulting sem náðu til 16 landa og gefa til kynna að einn mikilvægasti mælikvarðinn á árangur vörumerkja sé hversu svöl (e. cool) þau eru.
Af þessu tilefni voru á ráðstefnunni kynntar niðurstöður úr rannsóknum MMR á því hver svölustu vörumerkin á Íslandi væru að mati Y-kynslóðarinnar.

|

SkuldaleidrettingLogoMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimila í landinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 27,5% vera ánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda heimilana í landinu, 25,2% sögðust hvorki ánægð né óánægð og 47,3% sögðust vera óánægð með frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 28. marst til 1. apríl 2014.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,7% en mældist 40,9% í síðustu mælingu (sem lauk þann 28. febrúar s.l.) og 46,6% um miðjan febrúar s.l. (lauk 15. febrúar).

|

peningar logo 2MMR kannaði á dögunum hvaða áhrif almenningur teldi að frumvörp ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda muni hafa á íslenskt efnahagslíf. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,5% telja að lækkun húsnæðisskulda muni hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, 20,8% töldu að lækkun húsnæðisskulda muni ekki hafa nein áhrif á íslenskt hagkerfi og 34,7% töldu að lækkun húsnæðisskulda muni hafa neikvæð áhrif á íslenskt hagkerfi.

|

kjorkassiMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess hvort til greina kæmi að kjósa nýtt framboð hægrimanna, sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokkins, ef það byði fram í næstu Alþingiskosningum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 38,1% að til greina kæmi að kjósa nýtt framboð hægrimanna í næstu kosningum og 61,9% sögðu það ekki koma til greina.

|

MMR traust

MMR mældi á dögunum traust almennings til forystufólks í stjórnmálum. Flestir sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars grímssonar, forseta Íslands (46,5%), Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (46,1%) og Jóns Gnarr, borgarstjóra (39,4%). Annað forystufólk í stjórnmálum sem könnunin náði til naut mikils trausts um eða undir fjórðungs þeirra sem tóku afstöðu. Að undanskildum Jóni Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík hefur traust til alls forystufólks í stjórnmálum sem könnunin náði til dregist saman frá síðustu könnun í júní 2013.   

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 25. til 28. febrúar 2014.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,9% en mældist 46,6% í síðustu mælingu (sem lauk þann 15. febrúar s.l.) og  46,0% í janúar s.l.

|

 ESB LOGOMMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum eða slíti þeim formlega. Nokkur meirihluti sagðist vilja að Ísland haldi aðildarviðræðum við Evrópusambandið opnum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 67,9% vilja að aðildarviðræðum verði haldið opnum, borið saman við 32,1% sem sögðust vilja að aðildarviðræðum verði slitið formlega.

|

 sochi logoMMR kannaði á dögunum hvort almenningi fannst íslenskir ráðamenn hafi gert rétt eða rangt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi. Skiptar skoðanir voru á því hvort að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra hafi gert rétt eða rangt með því að vera viðstaddir opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi i Rússlandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 55,1% að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert rétt, borið saman við 44,9% sem sögðu að hann hafi gert rangt. 54,1% sögðu að Illugi Gunnarsson hafi gert rétt, borið saman við 45,9% sem söðu að hann hafi gert rangt með því að vera viðstaddur opnunarhátíð ólympíuleikana í Sochi i Rússlandi.

|

ESB LOGOMMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 29,6% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 32,3% í janúar. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 52,4% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 50,0% í janúar.

|

1402 stjornendur logoMMR kannaði á tímabilinu 29. nóvember til 17. desember 2013 viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.
Niðurstöðurnar sýna að fleiri stjórnendur eiga von á að launakostnaður aukist á næstu 12 mánuðum en í síðustu mælingu (júlí 2013) en færri eiga von á að arðsemi aukist. Af þeim sem tóku afstöðu í desember 2013 sögðust 69,8% telja að launakostnaður muni aukast hjá sínu fyrirtæki á næstu 12 mánuðum, borið saman við 60,8% í júlí 2013.
Í desember 2013 sögðust 43,7% stjórnenda telja að arðsemi hjá sínu fyrirtæki muni aukast á næstu 12 mánuðum, borið saman við 47,5% í júlí 2013.

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fjóra málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru innflytjendamál, samningar um aðild að Evrópusambandinu, endurskoðun á stjórnarskránni, og rannsókn á tildrögum bankahrunsins.
Flestir treysta nýju flokkunum tveimur (Píratar og Björt framtíð) til að gera upp gamla tíma. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 21,0% að Píratar væru best til þess fallnir að leiða rannsókn á tildrögum bankahrunsins og 19,4% töldu að Björt framtíð væri best til þess fallin. Til samanburðar töldu 15,8% að Sjálfstæðisflokkurinn væri best til þess fallinn að leiða málaflokkinn og 12,6% töldu Framsóknarflokkinn bestan til þess fallinn.

|

peningar logo 2MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða sex málaflokka tengda efnahagsmálum sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru skuldamál heimilanna, endurreisn atvinnulífsins, efnahagsmál almennt, skattamál, atvinnuleysi og málefni Íbúðarlánasjóðs.
Um eða yfir helmingur þátttakenda taldi ríkisstjórnarflokkana tvo (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn) besta til þess fallna að leiða alla ofangreina málaflokka.

|

althingiMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimm málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýting náttúruauðlinda (s.s. fiskveiðar, vatn og orka)  og umhverfismál.
Af málaflokkunum fimm voru ríkisstjórnarflokkarnir tveir (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur) taldir best til þess fallnir að leiða einn málaflokk (lög og regla almennt) af meira en helming þátttakenda.

|

ESB LOGOMMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 32,3% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 25,0% í janúar 2013 (15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 50,0% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 62,7% í janúar 2013.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 15. janúar 2014. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,3%, borið saman við 25,2% í desember 2013. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 17,1%, borið saman við 13,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,0%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 15,9% fylgi, borið saman við 14,9% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú 11,0%, borið saman við 12,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 6,9% fylgi, borið saman við 9,0% fylgi í desember 2013.

|

 AramotMMR kannaði á dögunum hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2013. Skaupið 2013 virðist hafa fallið heldur betur vel í landan, en 81,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðu að þeim hefði þótt það gott. Þetta er töluvert betri útkoma en verið hefur undanfarin ár. Ekki síst i samanburði við áramótaskaupið 2012 sem eingöngu 33,2% töldu hafa verið gott. Aðeins 9,0% sögðu að þeim hafi þótt Skaupið 2013 vera slakt, borið saman við 48,1% í fyrra (2012).

|

 skataMMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,1% ætla að borða skötu en meirihlutinn, 57,59% sagðist ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Niðurstöðurnar benda því til þess yfir 101.000 Íslendingar 18 ára og eldri (sem eru alls ríflega 242 þúsund) ætli að borða skötu á Þorláksmessu. Álykta má að skammtarnir verði þó nokkuð fleiri þar sem að fólk í öðrum aldurshópum borðar að sjálfsögðu einnig skötu.

|

hangikjot TBDMMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,6% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 7,1% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 4,8% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 4,2% sögðust ætla að borða kalkún og 13,1% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

|
Síða 18 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.