MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að Skattrannsóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis. Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera frekar eða mjög fylgjandi því að Skattstjóri ríkisins kaupi umrædd gögn (75,1%) og aðeins 9,3% sögðust vera því andvíg.
Fréttir (birtar niðurstöður)
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.
75,1% fylgjandi því að Skattrannsóknarstjóri ríkisins kaupi gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis
Afstaða almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið sambærileg og fyrir ári síðan
MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þó að nokkur hreyfing hafi verið á stuðningi almennings við inngöngu Íslands í ESB á árinu (mældist hæst í júlí, 37,4%) er hlutfall hlynntra nú sambærilegt og fyrir ári síðan (janúar 2014). Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 33,3% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 32,3% í janúar 2014 (15. janúar 2014). Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 48,5% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 50,0% í janúar 2014.
Flestir töldu Sjálfstæðisflokkinn bestan til þess fallinn að leiða í efnahagsmálum
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða sex málaflokka tengda efnahagsmálum sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Þeir málaflokkar sem um ræðir eru skuldamál heimilanna, endurreisn atvinnulífsins, efnahagsmál almennt, skattamál, atvinnuleysi og málefni Íbúðarlánasjóðs.
Þeim fækkar sem treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir innflytjendamálum
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fjóra málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum. Þeir málaflokkar sem um ræðir eru innflytjendamál, samningar um aðild að Evrópusambandinu, endurskoðun á stjórnarskránni, og rannsókn á tildrögum bankahrunsins.
Minnihluti taldi ríkisstjórnarflokkana best til þess fallna að leiða málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimm málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.
Af málaflokkunum fimm voru ríkisstjórnarflokkarnir tveir (Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur) ekki taldir bestir til þess fallnir að leiða neinn málaflokk af meira en helming þátttakenda samanlagt.
Stuðningur við ríkisstjórnina 34,8%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 14. janúar 2015. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 34,8% en mældist 37,3% í síðustu mælingu (sem lauk þann 16. desember s.l.) og 36,4% í nóvember s.l. (lauk 25. nóvember).
Lítil ánægja með Áramótaskaupið 2014
MMR kannaði á dögunum hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2014. Ólíkt skaupinu í fyrra (2013) naut skaupið í ár (2014) lítilla vinsælda. Vinsældir skaupsins 2014 voru svipaðar og vinsældir Skaupsins 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 34,9% að þeim hafi þótt Áramótaskaupið í ár (2014) vera gott, borið saman við 81,3% í fyrra (2013), 33,2% árið 2012 og 64,8% árið 2011.
38% landsmanna ætla að borða skötu á Þorláksmessu
MMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin. Heldur færri sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessu í ár en í fyrra.
70% Íslendinga borða hangikjöt á jóladag
MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 71,4% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 9,4% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 4,2% sögðust ætla að borða kalkún, 3,8% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt og 11,1% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.
Helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg á aðfangadag
MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á aðfangadag á þessari jólahátíð. Hamborgarhryggur virðist vera fastur liður á aðfangadagskvöldi hjá um helming Íslendinga. Aðrir algengir aðalréttir á aðfangadag hjá Íslendingum eru Lambakjöt (annað en hangikjöt), rjúpur og kalkúnn.
Færri með lifandi jólatré í ár
MMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Lifandi jólatré virðast eiga undir högg að sækja hvað vinsældir varðar. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 32,4% ætla að vera með lifandi jólatré í ár, borið saman við 39,1% í desember 2012.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins 29,4%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 16. desember 2014. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 37,3% en mældist 36,4% í síðustu mælingu (sem lauk þann 25. nóvember s.l.) og 33,0% í byrjun nóvember s.l. (lauk 4. nóvember).
31,2% fylgjandi náttúrupassa
MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að ferðamönnum (íslenskum sem erlendum) verði gert að kaupa „náttúrupassa" til að öðlast aðgengi að helstu ferðamannastöðum á Íslandi. Þeim fækkaði nokkuð sem sögðust vera fylgjandi náttúrupassa frá því að spurningin var síðast lögð fyrir í apríl 2014. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 31,2% þeirra sem tóku afstöðu vera fylgjandi náttúrupassa, borið saman við 47,2% í apríl 2014.
Færri tala í síma undir stýri - fleiri nota internetið
MMR kannaði á dögunum farsímanotkun Íslendinga undir stýri síðastliðna 12 mánuði. Frá maí 2010 hefur þeim fækkað sem tala í síma undir stýri en þeim sem skoða internetið undir stýri hefur fjölgað.
Traust til fjölmiðla dregst saman
MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Traust til meirihluta þeirra fjölmiðla sem mældir voru hefur dregist saman frá því í nóvember 2013.
Stuðningur við ríkisstjórnina 36,4%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 21. til 25. nóvember 2014. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 36,4% en mældist 33,0% í síðustu mælingu (sem lauk þann 4. nóvember s.l.) og 34,3% í lok október s.l. (lauk 27. október).
Stjórnendur bjartsýnir á horfur íslensks hagkerfis
MMR kannaði á tímabilinu 9. til 14. október 2014 viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.
Könnun á heilsuvenjum: Fleiri vakna endurnærðir og borða hollan morgunmat en í fyrra
Niðurstöður nýlegrar könnunar MMR á heilsuvenjum Íslendinga benda til þess að Íslendingum sem vakna endurnærðir og fái sér hollan morgunmat fjölgi frá því fyrir ári síðan. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 79,2% borða hollan morgunverð nokkrum sinnum í viku eða oftar, borið saman 75,9% í fyrra og 66,1% sögðust vakna endurnærðir vikulega eða oftar, borið saman við 62,3% í fyrra.
Traust til stofnana á sviði réttarfars og dómsmála dregst saman
MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Traust til flestra stofnana sem könnunin náði til hefur dregist saman frá síðustu könnun í nóvember 2013. Þannig sögðust færri bera traust til Landhelgisgæslunnar, ríkislögreglustjóra, sérstaks saksóknara, ríkissaksóknara, Hæstaréttar, héraðsdómstólanna og dómskerfisins í heild.
Stuðningur við ríkisstjórnina 33,0%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 29. október til 4. nóvember 2014. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 33,0% en mældist 34,3% í síðustu mælingu (sem lauk þann 21. október s.l.) og 34,0% í lok september s.l. (lauk 25. september).
Tæp 70% andvíg rekstri spilavíta á Íslandi
MMR kannaði á dögunum hversu fylgjandi eað andvígt fólkt væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi.
Líkt og í fyrri könnunum var meirihlutinn andvígur þeirri hugmynd að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi. Hlutfall þeirra sem voru andvígir er sambærilegt og það var í júlí 2011. Þannig sögðust 68,6% vera andvígir nú, borið saman við 69,3% í júlí 2013.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.