MMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana samfélagsins.
Flestir sögðust bera mikið traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Ríkisútvarpsins og Landsvirkjunar. Fæstir sögðust bera mikið traust til bankakerfisins, Alþingis, Fjármálaeftirlitsins og lífeyrissjóðanna.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 79,5% bera mikið traust til Lögreglunnar, 70,2% til Háskóla Íslands, 58,0% til Háskólans í Reykjavík, 51,3% til Ríkisútvarpsins og 41,8% til Landsvirkjunar.
Fréttir (birtar niðurstöður)
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.
Traust til margra af helstu stofnunum samfélagsins eykst
Rúmföt Íslendinga þvegin sjaldnar en Breta
MMR kannaði á dögunum hversu reglulega rúmföt Íslendinga væru þvegin. Svo virðist vera að meirihluti Íslendinga styðjist við þá þumalputtareglu að rúmföt skuli þvegin á tveggja vikna fresti eða oftar. Þannig sögðu 65,4% að rúmfötin væru þvegin á tveggja vikna fresti eða oftar. 19,3% Íslendinga sögðu að rúmötin væru þvegin vikulega eða oftar og 34,6% sögðu að rúmfötin væru þvegin á þriggja vikna fresti eða sjaldnar.
Fleiri hlynntir því að Þjóðkirkjan reisi trúarbyggingar en önnur trúfélög
MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Sem fyrr var meirihluti hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Rúm 50% mjög andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum hjá sveitafélögum
MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga.
Flestir sögðust andvígir því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum. Þeim sem sögðust vera mjög andvígir fjölgar frá síðustu mælingu.
Stuðningur við ríkisstjórnina 34,0%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 20. til 25. september 2014.
Langflestir ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna
Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna.
Meðmælavísitala (NPS) íslenskra fyrirtækja almennt lág
MMR kannaði nýlega meðmælavísitölu 73 íslenskra fyrirtækja í 19 atvinnugreinum. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni sem hefur rutt sér til rúms á síðastliðnum árum.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,2%
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 4. til 8. september 2014. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,2%, borið saman við 26,6% í síðustu könnun og 24,1% í lok júlí (lauk 31. júlí s.l.).
Fylgi flokka og stuðningur við ríkisstjórnina í ágúst
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 25. til 28. ágúst 2014.
Mest ánægja með veðrið í sumar á Norðaustur- og Austurlandi
Á tímabilinu 25. til 29. ágúst kannaði MMR ánægju íslendinga með veðrið í sumar.
Fylgi flokka og stuðningur við ríkisstjórnina í júlí
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 28. til 31. júlí 2014.
Stjórnendur bjartsýnni á horfur íslensks hagkerfis
MMR kannaði á tímabilinu 20. júní til 1. júlí 2014 viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.
Fleiri ánægðir með störf forsetans
MMR kannaði nýlega ánægju almennings með störf forsetans.
83% ætla að ferðast innanlands í sumar
MMR kannaði á tímabilinu 18. til 23. júní hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Litlar breytingar reyndust á ferðaætlunum Íslendinga frá því árið áður.
Holland uppáhalds lið Íslendinga á HM
MMR kannaði á dögunum hvert væri uppáhalds lið Íslendinga á HM í fótbolta (Heimsmeistarakeppnin í Brasilíu 2014). Tæpur helmingur sagðist ekki eiga neitt uppáhalds lið á HM (43,2%).
Fylgi flokka og stuðningur við ríkisstjórnina í júní
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 18. til 23. júní 2014.
Gott samræmi milli kosningaúrslita í Reykjavík og kannana MMR
MMR gerði nokkrar kannanir á fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda nýliðianna borgarstjórnarkosninga og var hin síðasta birt þann 30. maí 2014. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður könnunarinnar reyndust mjög í takt við úrslit kosninganna.
Áfram sviftingar í Reykjavík
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Gagnaöflun vegna könnunarinnar fór fram á tímabilinu 29. til 30. maí 2014.
Samanlagt fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist nú 49,4% borið saman við 53,5% frá síðustu könnun (sem stóð yfir dagana 26. til 28. maí síðastliðinn). Vinstri-græn og Píratar endurheimta fylgi, dregur úr stuðningi við Bjarta framtíð.
Samfylking sækir á, Framsókn fengi borgarfulltrúa
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Gagnaöflun vegna könnunarinnar fór fram á tímabilinu 26. til 28. maí 2014.
Samanlagt fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist nú 54,9% borið saman við 53,5% frá síðustu könnun (sem stóð yfir dagana 20. til 23. maí síðastliðinn).
Samfylking bætir við sig fylgi og Framsóknarflokkur næði inn borgarfulltrúa.
Samfylking og Björt framtíð með meirihluta í borginni
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Gagnaöflun vegna könnunarinnar fór fram á tímabilinu 20. til 23. maí 2014.
Samanlagt fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist nú 53,5%.
35% styðja ríkisstjórnina
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 6. til 11. maí 2014.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 34,5% en mældist 35,8% í síðustu mælingu (sem lauk þann 21. apríl s.l.) og 38,7% í lok mars s.l. (lauk 1. apríl).
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.