Viðhorf almennings eru mikilvægur þáttur í mótun samfélags. Skoðanakannanir sem eru framkvæmdar og settar fram á faglegan hátt veita stjórnmálamönnum, fjölmiðlum, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum aðgang að nákvæmum mælingum á viðhorfum og vilja fólksins. Með þátttöku í skoðanakönnunum stuðla svarendur þannig að upplýstri umfjöllun og ákvarðanatöku samfélaginu til góða.

Við leggjum okkur fram um að veita stöðugar og nákvæmar upplýsingar um hvað fólk hugsar og gerir um land allt svo fyrirtæki, stjórnvöld og stofnanir eigi betur með að þjóna fólkinu sem sér fyrir þeim.

MMR starfar samkvæmt siðareglum ESOMAR, alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja, sem kveða meðal annars á um eftirfarandi:

  1. Svarendur njóta fyllsta trúnaðar.
  2. Svör einstaklinga úr könnunum eru eingöngu sett fram sem meðaltöl eða summur af stærri heild.
  3. Viðskiptavinir MMR fá aldrei aðgang að svörum einstaklinga.
  4. Þátttakendum í könnunum er ætíð í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í könnunum yfirleitt eða svara einstökum spurningum.
  5. Við reynum aldrei að selja þátttakendum neitt. 

Hvernig veistu að könnun er unnin á vegum MMR?

  1. Spyrlar í vettvangskönnunum á vegum MMR eru ætíð merktir fyrirtækinu. Þú getur líka hringt á skrifstofu MMR í síma 578 5600 og fengið staðfestingu á því að viðkomandi starfsmaður/könnun sé á vegum MMR.
  2. Símakannanir MMR eru hringdar úr símanúmeri 519 7800.
  3. Netkannanir vísa inn á vefslóðirnar mmr.catglobe.com eða konnun.mmr.is.