This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Lykillinn að árangri í samkeppni um viðskiptavini er að hafa upplýsingar um hvað viðskiptavinir vilja og vilja ekki. Markaðsrannsóknir eru mikilvægt verkfæri til öflunar upplýsinga um vilja neytenda. MMR býður fjölbreyttar lausnir á sviði markaðsrannsókna. Markaðsrannsóknir veita mikilvægar upplýsingar um hvernig best er að haga markaðsaðgerðum, hvernig hægt er að uppfylla þarfir núverandi viðskiptavina, leita nýrra viðskiptatækifæra sem og finna vandamál í markaðssetningu.
Spurningarnar sem markaðsrannsóknir svara eru til dæmis:
- Viðskiptavinir: Hver er kaupandinn og hverjir hafa áhrif á kaupákvörðunina? Er kaupandinn hinn sami og sá sem notar vöruna/þjonustuna?
- Fyrirtæki: Er varan sjálf í lagi? Hvernig skilaboð eru líklegust til að ýta við kaupendum? Er verðlagningin í takti við væntingar viðskiptavina? Hvaða þjónusta á að fylgja með kaupunum?
- Samkeppnisaðilar: Hver eru viðhorf viðskiptavina til samkeppnisaðilanna og hvað þýðir það fyrir þitt fyrirtæki?
Meðal lausna í verkfærakassa MMR á sviði markaðsrannsókna má nefna:
Það er ekki sjálfgefið að þau atriði sem teljast mikilvægust þarfnist mestrar athygli. Áherslur þurfa að taka tillit til núverandi ímyndarstöðu vörumerkisins og þeirra áþreifanlegu tækifæra sem vörumerki hafa til að styrkja tilteknar ímyndarvíddir.
MMR® Brand tekur tillit til þessara þátta þegar áhrif áherslubreytinga í ímyndarstarfi á styrk vörumerkja eru metin.
Spurningar sem markaðshlutun leitar svara við eru t.d.:
- Hvaða neytendur skipast saman í hópa?
- Hvað ræður því hvaða neytendur skipast saman í hópa?
- Hvernig flokka neytendur ólíkar vörur í hópa?
- Hvaða vöruflokkar keppa sín á milli í hugum neytenda?
- Hvernig raðast vörumerki í ólíka hópa eftir ímynd?
Við reiknum út hvaða áhrifavaldar það eru sem skipa fólki í mismunandi neytendahópa og hjálpum í kjölfarið við að innleiða ferla sem hjálpa fyrirtækjum að haga samskiptum sínum við neytendur til samræmis.
Til dæmis nýtum við innri upplýsingar úr fyrirtækjum til að spá fyrir um vilja neytenda til að þiggja tilboð um tiltekna vöru eða þjónustu. Í kjölfarið verða samskipti við neytendur markvissari, markaðskostnaður lækkar og arðsemi eykst.
Spurningalistinn skiptist í grunnspurningar, viðbótarspurningar og sérspurningar.
Grunnspurningar eru þær sem fylgja með í grunnáskriftargjaldi. Grunnspurningarnar fjalla almennt um viðkomandi markað og miða að því að mæla:
- Vörumerkjavitund
- Auglýsingaeftirtekt
- Kauphegðun
- Viðskiptavild (NPS)
- Kaupáform
SPOR er skrásett vörumerki MMR//Markaðs- og miðlarannsókna ehf.
MMR er brautryðjandi í auglýsingarannsóknum sem veitir auglýsendum í fyrsta skipti upplýsingar um hvernig markaðsefni raunverulega nær og stýrir athygli. Auglýsingamat MMR nær til alls sjónræns auglýsinga- og kynningarefnis (s.s. umbúðahönnunar, markpósts, bæklinga, hilluframsetninga, prent- og sjónvarpsauglýsinga) og hefur það að meginmarkmiði að:
- Markaðsefni nái og viðhaldi athygli
- Hönnun markaðsefnis beini athygli í réttar áttir
- Neytendur skilji markaðsefni eins og til er ætlast
- Hámarka nýtingu plássins sem keypt er undir markaðsefnið (hvort sem það er í framstillingum eða fjölmiðlum)
Við mælum nákvæmlega sjónræn og tilfinningaleg viðbrögð við markaðsefni og metum þannig líkur á að skilaboð komist til skila. Niðurstaðan felur í sér skilmerkilega ráðgjöf um hönnunarúrbætur.
Vönduð aðferðafræði og hátækni:
Auglýsingar þurfa að stýra athygli lesenda. Við notum háþróaðan tæknibúnað til að mæla hvernig neytendur raunverulega horfa á og meðtaka skilaboð úr auglýsinga- og kynningarefni. Aðferðafræðin sem við notum til að vinna úr upplýsingunum gerir auglýsendum síðan kleift að bæta hönnun og/eða hjálpa þeim að velja milli mismunandi tillagna að hönnun. Með auglýsingaprófum færðu m.a. svör við eftirfarandi:
- Hvað nær athygli neytenda?
- Hvað er það sem neytendur taka ekki eftir?
- Hvar og hvenær missir þú athygli neytenda?
- Er auglýsingin þín sýnileg yfir höfuð?
- Hvar er best að staðsetja auglýsinguna?
- Eru lykilskilaboðin móttekin?
- Hvaða leiðakerfi tileinka neytendur sér í gegnum auglýsinga- og kynningarefnið þitt?
-er etv. ekkert skýrt leiðarkerfi í auglýsingunni?
Á sama tíma og kaupendur vilja alla eftirsóknarverðustu eigineika vöru á sem lægstu verði þá vilja seljendur hámarka arð, annað hvort með því að lágmarka framleiðslukostnað eða bjóða vörur sem fela í sér meira virði fyrir neytendur en samkeppnisaðilinn. Til að sætta þessi ósamrýmanlegu markmið þá þurfa báðir aðilar að gera málamiðlanir til að viðskipti geti átt sér stað.
Spurningin er þá hvaða málamiðlarnir þarf að gera? Hlutverk vöruþróunar MMR® er að finna hvar þessi ólíku markmið skarast og hvernig seljendur geta raðað saman vöru- og/eða þjónustuframboði þannig að lykilþarfir kaupenda séu uppfylltar um leið og framleiðslukostnaði er haldið í lágmarki.
- Framleiðslukostnaður er of hár, hvernig lækkum við kostnað án þess að tapa hlutfallslegri sölu?
- Hvenær eru verðhækkanir réttlætanlegar?
- Hvernig höfða mismunandi eiginleikar til ólíkra neysluhópa og hvernig röðum við eiginleikum saman?
- Er tækifæri til að höfða til neytenda með vöru sem ekki er fyrir á markaði?
- Hver er besta mögulega samsetning á nýrri vöru?
- Hvernig svara ég breyttri vörusamsetningu samkeppnisaðila?
- Hvers virði er vörumerkið mitt með tilliti til þeirra eiginleika sem samkeppnisvörurnar hafa?
Vöruþróun MMR® felur í sér svör við þessum lykilspurningum hvort sem markmiðið er að kynna nýja vöru eða bæta núverandi vöruframboð.