This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rannsóknanet MMR nær um heim allan og við höfum víðtæka reynslu af rannsóknum í öllum helstu viðskiptalöndum Íslands. Við getum rekið kannanir í tugum landa samtímis og lagað úrtök á hverju markaðssvæði að þörfum viðskiptavina hverju sinni.
Gagnaöflunarkerfi MMR eru hönnuð sérstaklega til að vinna með mörg tungumál og mörg tímabelti. Það gildir því einu hvar svarendur eru búsettir eða hvaða tungumál þeir tala. Öllum gögnum er safnað í einn og sama gagnagrunninn í rauntíma sem þýðir aukið hagræði, aukið gagnaöryggi og skjótari afgreiðslu.
Viðskiptavinir sem nýta sér rannsóknir MMR á erlendum mörkuðum eru til dæmis lyfjafyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki, fyrirtæki í upplýsingatækni, ferðaþjónustufyrirtæki, ferðamálayfirvöld, matvælaframleiðendur og félagasamtök.