Megindlegar rannsóknir er fagheitið á rannsóknaraðferðum sem ganga út á að telja fólk og fyrirbæri.
Það sem helst einkennir megindlegar aðferðir (og skilur frá eigindlegum rannsóknaraðferðum) er eftirfarandi:
- Þær ganga út á að tölusetja hluti og draga ályktanir um stærri heildir
- Byggja oftast á tiltölulega stórum úrtökum sem valin eru með tilviljunaraðferð úr fyrirfram skilgreindu þýði
- Gagnaöflun fer fram með spurningalista með afmörkuðum svarmöguleikum
- Gagnagreining byggir á tölulegri framsetningu og niðurstöður eru þannig afdráttarlausar (tala sínu máli)
- Niðurstöður eru vel fallnar til að taka lokaákvörðun í málum (frekar en að undirbyggja skilning eins og gert er með eigindlegum aðferðum)
MMR ræður yfir fjölbreyttum aðferðum á sviði megindlegra rannsóknaraðferða sem hæfa ólíkum viðmælendum, kringumstæðum og viðfangsefnum.
Aðferðirnar snúast um öflun gagna annars vegar og gagnagreiningu hins vegar.
Helstu gagnaöflunaraðferðir
Stór hluti kannana fer í dag fram á Internetinu. Það er ekki skrítið enda erum við flest tengd netinu allan daginn hvort sem er heima, í vinnu eða í skóla auk þess sem möguleikar í gagnaöflun eru nánast óþrótandi.
Við rekum okkar eigið símaver þaðan sem kannanir MMR eru hringdar út. Þá er algengt að könnunum sé að hluta til svarað í síma og að hluta á Internetinu (allt eftir því hvað hentar viðfangsefninu og viðmælandanum betur). Kannanakerfi MMR eru sérstaklega útbúin til að halda utan um ólíkar gagnaöflunaraðferðir.
Oft krefjast rannsóknir þess að gagnaöflun þarf að eiga sér stað augliti til auglits. Til dæmis þegar gerðar eru kannanir meðal viðskiptavina inni í verslunum eða hulduheimsóknir (þegar rannsakandi fer og prófar tiltekna þjónustu og fyllir svo út spurningalista um þjónustuupplifun eftir á).
(sjón- og bragðprófanir):
Við höfum töluverða reynslu af ýmiss konar skynprófunum. Dæmi um slík verkefni geta verið bragðprófanir fyrir matvælaiðnaðinn eða augnhreyfimælingar á markaðsefni (svo sem auglýsingum eða vefsíðum). Skynprófanir fara þá fram í stýrðu umhverfi sem sett er upp eftir því sem hvert rannsóknaverkefni kallar á.
Helstu greiningaraðferðir
Tíðnitöflur, krosstöflur, gröf og marktektarpróf.
Þáttagreiningar (factor analysis, principal component analysis og latent trait analysis)
Klasagreiningar (k-means, hierarchical og simultaneous clustering, decision trees, discriminant analysis og latent class analysis)
Fjölbreytu aðhvarfsgreining fyrir kvarða-, rað- og flokkabreytur (regression models, multinomial logistic regression, conjoint analysis, linear analysis og multilevel modelling)
(visual mapping)
Samsvörunargreining og margvíð greining (correspondence analysis og multidimensional scaling)