MMR kannaði á dögunum hvert væri uppáhalds lið Íslendinga á HM í fótbolta (Heimsmeistarakeppnin í Brasilíu 2014). Tæpur helmingur sagðist ekki eiga neitt uppáhalds lið á HM (43,2%).
Flestir sögðu að Holland (15,4%) og Þýskaland (13,9%) væru sín uppáhalds lið. Önnur vinsæl lið á Heimsmeistaramótinu voru Brasilía (5,8%) og England (4,7%).
Spurt var: „Hvert er uppáhalds liðið þitt á HM í fótbolta? (Heimsmeistarakeppnin)"
Svarmöguleikar voru: Alsír, Argentína, Ástralía, Bandaríkin, BelgiaBosnía-Hersegóvína, Brasilía, Chile, Ekvador, England, Fílabeinsströndin, Frakkland, Ghana, Grikkland, Holland, Hondúras, Íran, Ítalía, Japan, Kamerún, KostaRíka, Kólumbía, Króatía, Mexíkó, Nígería, Portúgal, Rússland, Spánn, Suður-Kórea, Sviss, Úrúgvæ, Þýskaland, á ekkert uppáhalds lið á HM og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 96,8% afstöðu til spurningarinnar.
Munur eftir stjórnmálaskoðunum
Þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn voru líklegastir til að eiga uppáhalds lið á HM en þeir sem sögðust styðja Pírata voru ólíklegastir. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 69% Sjálfstæðismanna eiga uppáhalds lið á HM í fótbolta, borið saman við 39% Pírata.
Holland naut mestra vinsælda meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins (24%), Bjartrar framtíðar (19%), Samfylkingarinnar (18%) og Vinstri-grænna (16%). Þjóðverjar voru hinsvegar vinsælastir meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins (17%) og Pírata (11%).
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 943 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 23. júní 2014
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.