MMR kannaði nýlega ánægju almennings með störf forsetans.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 55,9% vera ánægð með störf forsetans nú (könnun lauk 23. júní), borið saman við 49,0% í síðustu könnun (könnun lauk 23. maí).
Þess má til gamans geta að á meðan könnunin fór fram (18. til 23. júní) stóð yfir heimsókn Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar (sjá dagskrá forseta).
Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands?
Svarmöguleikar voru: Mjög óánægð(ur), frekar óánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur), frekar ánægð(ur) og mjög ánægð(ur).
Samtals tóku 97,2% afstöðu til spurningarinnar.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 943 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 23. júní 2014
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.