Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna.
Þannig sögðust um 90% vera ánægð með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Þó fækkar þeim á milli ára sem sögðust vera mjög ánægðir með vinnuna sína og sumarfríið.
Þegar aðeins var litið á þá sem sögðust mjög ánægðir með sumarfríið sitt mátti sjá að heldur færri voru ánægðir með sumarfríið sitt í ár (38,5%) en árið 2012 (57,5%). Hugsast getur að veðrið kunni að hafa þessi áhrif á upplifun Íslendina af sumarfríinu sínu. Eins og kom fram í könnun MMR sögðust 96,4% vera ánægðir með veðrið árið 2012, borið saman við 45,4% í ár. Einhver gæti gengið svo langt að álykta að veðrið kunni sömuleiðis að hafa áhrif á ánægju Íslendinga með vinnuna sína. Sólarsumarið 2012 sögðust 46,8% vera mjög ánægð með vinnuna sína, borið saman við 36,7% í ár.

Spurt var: 'hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með eftirfarandi?' (atriði A til C birtust í tilviljunarkenndri röð).
A: Sumarfríið þitt, B: Nágrannana þína, C: Vinnuna þína.
Svarmöguleikar voru: mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), frekar óánægð(ur), mjög óánægð(ur), á ekki við og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sína fjölda þeirra sem tóku afstöðu.
Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til einstakra spurninga var á bilinu 81% til 99%.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 945 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 25. til 28. ágúst 2014
Eldri kannanir sama efnis:
2014 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga með veðrið í sumar
2013 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2012 september: MMR könnun á ánægju íslendinga
2011 september: MMR könnun á ánægju íslendinga