Vedur solÁ tímabilinu 25. til 29. ágúst kannaði MMR ánægju íslendinga með veðrið í sumar.

Nokkur munur var á ánægju fólks með veðrið á Íslandi í sumar eftir búsetu. Þeir sem voru búsettir á Norðaustur- og Austurlandi voru ánægðastir með veðrið í sumar en þeir sem bjuggu í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur voru síst ánægðir með veðrið í sumar.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 92,4% þeirra sem búsett voru á Norðaustur- og Austurlandi vera ánægð með veðrið í sumar, 45,5% þeirra sem búsett voru á Norðvestur- og Vesturlandi, 44,4% þeirra sem búsett voru á Suðurlandi, 37,0% þeirra sem búsett voru í Reykjavík og 33,7% þeirra sem búsett voru í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sögðust vera ánægð með veðrið í sumar.

Hlutfall þeirra sem sögðust ánægð með veðrið í sumar eftir landshlutum

-Þeir sem tóku afstöðu-

 

 1408 anaegja vedur 01d

Landakort fengið af vef Landmælinga Íslands
 
 
Ánægja með veðrið yfir tíma
 
Heilt yfir lagðist veðrið í sumar sambærilega í landsmenn og veður síðasta sumars (mælt í ágúst 2013). Sumrin 2014 og 2013 lögðust nokkuð verr í landsmenn heldur en sumrin 2010, 2011 og 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 45,4% vera frekar eða mjög ánægð með veðrið í á Íslandi í sumar, borið saman við 44,9% sumarið 2013 og 96,3% sumarið 2012 (mælt í september).

1408 anaegja vedur 01c 

Spurt var: „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með veðrið á Íslandi í sumar (*„Veðrið að undanförnu“).
Svarmöguleikar voru mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), frekar óánægð(ur), mjög óánægð(ur), á ekki við og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 97,5% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 945 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 25. til 28. ágúst 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2013 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2012 september: MMR könnun á ánægju íslendinga
2011 september: MMR könnun á ánægju íslendinga