
MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á aðfangadag á þessari jólahátíð. Nú sem endranær stefnir í að hamborgarhryggur verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á aðfangadag. Vinsældir hamborgarhryggs minnka þó aðeins frá því í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47,5% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag nú, borið saman við 52,1% í fyrra (2012).
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 11,7% ætla að borða kalkún sem aðalrétt á aðfangadag, 10,0% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 6,8% sögðust ætla að borða rjúpur, 4,9% sögðust ætla að borða svínakjöt annað en hamborgarhrygg og 19,1% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 26. til 28. nóvember 2013.
MMR kannaði á dögunum nokkrar af heilsuvenjum Íslendinga.
MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ. Fleiri voru andvígir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum gálgahraun en hlynntir.
MMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana samfélagsins.
MMR kannaði á dögunum hvort fólk hefði hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum. Hlutfall þeirra sem sögðust hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum var það sama og í nóvember 2011. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,0% hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum, nú borið saman við 39,9% í nóvember 2011. Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu nú hafði þó ekki hugsað um að flytja erlendis eða 60,0%, borið saman við 60,1% í nóvember 2011.
MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga.
MMR kannaði á tímabilinu 30. ágúst til 3. september 2013 farsímanotkun Íslendinga og viðhorf til ólíkra farsíma tegunda.
MMR kannaði á tímabilinu 19. júní til 2. júlí viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 14. ágúst 2013.
MMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða skyndibitamat Íslendingar sögðust oftast kaupa.