fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

jolamatur2

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á aðfangadag á þessari jólahátíð. Nú sem endranær stefnir í að hamborgarhryggur verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á aðfangadag. Vinsældir hamborgarhryggs minnka þó aðeins frá því í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 47,5% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag nú, borið saman við 52,1% í fyrra (2012).
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 11,7% ætla að borða kalkún sem aðalrétt á aðfangadag, 10,0% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 6,8% sögðust ætla að borða rjúpur, 4,9% sögðust ætla að borða svínakjöt annað en hamborgarhrygg og 19,1% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

|

rettlaeti

MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Traust til flestra stofnana sem könnunin náði til jókst nokkuð í nóvember 2012 en hefur lækkað aftur og sögðust nú færri bera mikið traust til allra stofna sem könnunin náði til heldur en í nóvember 2012.

|

fjolmidlar

MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttamiðla RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 76,5% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og og 71,1% sögðust bera mikið traust til ruv.is.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 26. til 28. nóvember 2013. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,8%, borið saman við 28,4% í síðustu mælingu. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 15,2%, borið saman við 14,5% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 15,0%, borið saman við 16,3% í síðustu mælingu. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,8%, borið saman við 14,3% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú 12,6% fylgi, borið saman við 11,0% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 9,0% fylgi, borið saman við 7,3% í síðustu mælingu.

|

FruitsVegetables logoMMR kannaði á dögunum nokkrar af heilsuvenjum Íslendinga.
Rúmur helmingur sagðist borða hollan morgunverð svo til daglega sem og ávexti og grænmeti. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53,4% borða hollan morgunverð svo til daglega og 51,5% sögðust borða ávexti og/eða grænmeti svo til daglega. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 62,7% taka þátt í uppbyggjandi samveru með öðru fólki nokkrum sinnum í viku eða oftar, 62,3% sögðust vakna endurnærð nokkrum sinnum í viku eða oftar og 52,0% sögðust taka þátt í líkamlegum íþróttum nokkrum sinnum í viku eða oftar.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 25. til 29. október 2013. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,6%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5%, borið saman við 17,3% í síðustu mælingu. Vinstri-græn mældust nú með 14,8% fylgi, borið saman við 12,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 13,2%, borið saman við 15,4% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 12,1% fylgi, borið saman við 12,2% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 8,4% fylgi, borið saman við 7,7% í síðustu mælingu.

|

Hraun logoMMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ. Fleiri voru andvígir lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum gálgahraun en hlynntir.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,4% vera andvíg lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ, 32,6% voru sögðust vera hvorki hlynnt né andvíg og 25,1% sögðust vera hlynnt lagningu nýs Álftanesvegar í gegnum Gálgahraun (Garðahraun) í Garðabæ.

|

MMR traustMMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana samfélagsins.
Flestir sögðust bera mikið traust til Lögreglunnar, Háskóla Íslands, Ríkisútvarpsins og Háskólans í Reykjavík. Fæstir sögðust bera mikið traust til Bankakerfisins, Fjármálaeftirlitsins, fjölmiðla og Lífeyrissjóðanna.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til Lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík. Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til Lífeyrissjóðanna.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 10. til 15. október 2013. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 26,5%. Fylgi Samfylkingarinnar jókst nokkuð og mældist nú 17,3%, borið saman við 14,6% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 15,4%. Vinstri græn mældust nú með 12,6% fylgi og Björt framtíð mældist með 12,2% fylgi. Pírataflokkurinn mældist með 7,7% fylgi.

|

Ferataska LouisVuittonMMR kannaði á dögunum hvort fólk hefði hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum. Hlutfall þeirra sem sögðust hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum var það sama og í nóvember 2011. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,0% hafa hugsað um að flytja erlendis á síðastliðnum mánuðum, nú borið saman við 39,9% í nóvember 2011. Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu nú hafði þó ekki hugsað um að flytja erlendis eða 60,0%, borið saman við 60,1% í nóvember 2011.

|

blue skyMMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Flestir voru hlynntir því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en fæstir voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 67,2% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi og 8,5% voru því andvíg. 31,5% sögðust vera fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en 43,4% voru því andvíg.

|

lodirMMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga.
Flestir voru andvígir því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 45,5% vera mjög andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum, 25,8% sögðust vera frekar andvíg, 18,8% sögðust vera hvorki andvíg né fylgjandi, 7,2% sögðust vera fylgjandi og 2,8% sögðust vera mjög fylgjandi því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum.

|

computer tablet phone logoÁ tímabilinu 30. ágúst til 3. september 2013 kannaði MMR netvenjur Íslendinga.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir eða 39,3% nota að jafnaði 2 nettengd tæki til að fara á Internetið, þá daga sem þeir færu á Internetið. Næst flestir eða 26,6% sögðust nota 1 tæki til að fara á Internetið, 23,6% sögðust nota 3 tæki og 10,5% sögðust nota 4 eða fleiri tæki til að fara á Internetið.

|

smartphones logoMMR kannaði á tímabilinu 30. ágúst til 3. september 2013 farsímanotkun Íslendinga og viðhorf til ólíkra farsíma tegunda.
Vinsældir snjallsíma meðal Íslendinga halda áfram að aukast. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 66,4% eiga snjallsíma nú, borið saman við 53,8% í október 2012 og 38,0% í nóvember 2011. Til samanburðar sögðust 68% í Bretlandi eiga snjallsíma, 52% í Bandaríkjunum, 64% í Rússlandi og 60% í Brasilíu1.

|

happy executivesMMR kannaði á tímabilinu 19. júní til 2. júlí viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.
Niðurstöðurnar sýna að stjórnendur eru mun bjartsýnni á horfur íslensks hagkerfis til næstu tólf mánaða heldur en þeir hafa verið í mælingum síðustu ára. Af þeim sem tóku afstöðu í júlí 2013 sögðust 70,5% stjórnenda telja að íslenska hagkerfið muni vaxa á næstu tólf mánuðum, borið saman við 39,2% í mars 2012, 32,4% í september 2011 og 27,0% í apríl 2011.

|

skurir logoÁ tímabilinu 9. til 14. ágúst kannaði MMR ánægju fólks með lífið og tilveruna.
Nokkur munur var á ánægju fólks með veðrið á Íslandi í sumar eftir því í hvaða kjördæmi það var búsett. Þeir sem bjuggu í Norðausturkjördæmi voru ánægðastir með veðrið í sumar en þeir sem bjuggu í Suðvesturkjördæmi voru minnst ánægðir með veðrið í sumar.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 14. ágúst 2013. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 27,9%, borið saman við 29,7% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 18,1%, borið saman við 16,7% í síðustu mælingu. Samfylkingin mældist nú með 13,0% fylgi, borið saman við 13,5% í síðustu mælingu og Vinstri græn mældust nú með 14,4% fylgi, borið saman við 13,1% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 11,7% fylgi borið saman við 12,3% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 7,1% fylgi, borið saman við 8,4% í síðustu mælingu. 

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 9. til 11. júlí 2013. 
Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst nokkuð og mældist nú 29,7%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu. Fylgi Framsóknarflokksins dalaði og mældist nú 16,7%, borið saman við 19,3% í síðustu mælingu. Samfylkingin mældist nú með 13,5% fylgi, borið saman við 14,4% í síðustu mælingu og Vinstri græn mældust nú með 13,1% fylgi, borið saman við 13,3% í síðustu mælingu.Björt framtíð mældist nú með 12,3% fylgi borið saman við 12,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 8,4% fylgi, borið saman við 6,9% í síðustu mælingu. 

|

tjald GIF 800x1200 q95MMR kannaði á tímabilinu 13. til 19. júní hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Litlar breytingar reyndust á ferðaætlunum Íslendinga frá því árið áður. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 54,7% eingöngu ætla að ferðast á Íslandi í sumarfríinu nú borið saman við 52,8% í júní 2012.
Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 28,1% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu borið saman við 27,3% í júní 2012, 7,1% sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands borið saman við 7,1% í júní 2012 og 10,1% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu borið saman við 11,9% í júní 2012.

 

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 13. til 19. júní 2013. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur dregist saman og mælist nú 55,8% en mældist 59,8% í síðustu könnun.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 27,3%, borið saman við 28,2% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 19,9% fylgi, borið saman við 21,2% í síðustu mælingu. Samfylkingin mælst nú með 13,0% fylgi, borið saman við 11,7% í síðustu mælingu og Björt framtíð mælist nú með 12,5% fylgi borið saman við 11,2% í síðustu mælingu. Vinstri græn mælast nú með 12,4% fylgi, borið saman við 13,8% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist nú með 8,1% fylgi, borið saman við 6,6% í síðustu mælingu. 

|

pizza-logoMMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða skyndibitamat Íslendingar sögðust oftast kaupa.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,5% oftast kaupa sér pizzu þegar þau keyptu skyndibitamat, 20,3% sögðust oftast kaupa hamborgara, 9,4% sögðust oftast kaupa Thailenskan, Ind- eða Kínverskan mat, 6,1% sögðust oftast kaupa Sushi og 10,8% sögðust oftast kaupa annan skyndibitamat. 10,9% sögðust ekki kaupa skyndibitamat.

 

|
Síða 19 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.