skurir logoÁ tímabilinu 9. til 14. ágúst kannaði MMR ánægju fólks með lífið og tilveruna.
Nokkur munur var á ánægju fólks með veðrið á Íslandi í sumar eftir því í hvaða kjördæmi það var búsett. Þeir sem bjuggu í Norðausturkjördæmi voru ánægðastir með veðrið í sumar en þeir sem bjuggu í Suðvesturkjördæmi voru minnst ánægðir með veðrið í sumar.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 86,6% þeirra sem búsett voru í Norðausturkjördæmi að þau væru ánægð með veðrið í sumar, 57,0% þeirra sem búsett í Norðvesturkjördæmi sögðust vera ánægð með veðrið í sumar, 38,3% þeirra sem búsett voru í Suðurkjördæmi, 38,2% þeirra sem búsett voru í Reykjavíkurkjördæmunum og 28,4% þeirra sem búsett voru í Suðvesturkjördæmi voru ánægð með veðrið í sumar.

Hlutfall þeirra sem sögðust ánægð með veðrið í sumar eftir landshlutum

-Þeir sem tóku afstöðu-

 

 1308 vedur-kjordaemi 1

Landakort fengið af vef Landmælinga Íslands
 
 
Ánægja fólks með lífið og tilveruna 
 
Veðrið í sumar hefur ekki vakið jafn mikla lukku og veðrið í fyrra. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,9% vera frekar eða mjög ánægð með veðrið í á Íslandi í sumar, borið saman við 96,3% í fyrra. Þá sögðust 86,8% vera ánægð með sumarfríið sitt nú borið saman við 92,9% í september 2012.
     Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 90,6% ánægð með nágranna sína, borið saman við 91,7% í september 2012 og 89,5% sögðust ánægð með vinnuna sína, borið saman við 90,3% í september 2012. Breytingarnar, frá fyrri könnunum MMR í september 2012, eru því ekki miklar.

1308 anaegja 01a 

 

1308 anaegja 02

Spurt var: „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með eftirfarandi?“ (atriði A til D birtust í tilviljanakenndri röð) A: Veðrið á Íslandi í sumar (*„Veðrið að undanförnu“), B: Sumarfríið þitt, C: Nágrannana þína og D: Vinnuna þína. Svarmöguleikar voru mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), frekar óánægð(ur), mjög óánægð(ur), á ekki við og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem tók afstöðu. Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til einstakra spurninga var eftirfarandi: A: 97,3%%, B: 81,5%%, C: 94,8%% og D: 85,2%. 

Ánægja með veðrið á Íslandi í sumar mismunandi milli hópa

Nokkur munur var á ánægju með veðrið í sumar á milli hópa. Karlar voru frekar ánægðir með veðrið en konur. Ánægja með veðrið jókst með hækkuðum aldri og Framsóknarfólk var líklegra til að vera ánægt með veðrið en stuðningsfólk annarra flokka.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 49,8% karla vera ánægðir með veðrið í sumar, borið saman við 39,9% kvenna.

58,7% þeirra sem tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðust vera ánægð með veðrið í sumar, borið saman við 40,5% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára).

61,7% þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni sögðust vera ánægð með veðrið, borið saman við 33,8% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar niðurstöður eru skoðaðar eftir stuðningi við stjórnmálaflokka má sjá að hlutfallslega mest ánægja með veðrið í sumar ríkti meðal Framsóknarfólks en minnst ánægja með veðrið ríkti meðal stuðningsfólks Bjartrar framtíðar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 53,2% Framsóknarmanna vera ánægðir með veðrið í sumar, borið saman við 35,0% þeirra sem studdu Bjarta framtíð.

 

1308 anaegja 03

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 914 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 9. til 14. ágúst 2013

Eldri kannanir sama efnis:
2012 september: MMR könnun á ánægju íslendinga
2011 september: MMR könnun á ánægju íslendinga