MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttamiðla RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 76,5% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og og 71,1% sögðust bera mikið traust til ruv.is.
Í flokki netfréttamiðla naut mbl.is næst mest trausts meðal almennings (á eftir ruv.is). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 50,2% bera mikið traust til mbl.is. Traust til mbl.is hefur dregist nokkuð saman frá því í desember 2008 þegar 64,0% aðspurðra sögðust bera mikið traust til mbl.is.
Netfréttamiðillinn Visir.is naut einnig nokkurs traust meðal svarenda og hefur traust til Visir.is aukist frá maí 2009 þegar 24,4% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til Visir.is, borið saman við 35,3% nú.
Þeir prentmiðlar sem nutu mest trausts meðal almennings voru Morgunblaðið og Fréttablaðið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 46,4% bera mikið traust til Morgunblaðsins en 39,2% sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins. Hlutfallslega fleiri sögðust bera lítið traust til Morgunblaðsins en til Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 26,1% bera lítið traust til Morgunblaðsins en 20,7% sögðust bera lítið traust til Fréttablaðsins. Traust til Morgunblaðsins hefur minnkað nokkuð frá desember 2008 þegar 64,3% sögðust bera mikið traust til Morgunblaðsins.
Traust til Viðskiptablaðsins hefur aukist nokkuð frá því í maí 2009 þegar 21,8% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til Viðskiptablaðsins, borið saman við 30,6% nú.
Spurt var: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila?“
Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Hlutfallstölur eru reiknaðar af heildarfjölda þeirra sem tóku afstöðu til einhverrar stofnunar.
Samtals tóku 97,6% afstöðu til spurningarinnar.
**Ekki var spurt um afstöðu til „fjölmiðlanna“ í heild í öll skipti.
**Ekki var spurt um afstöðu til „fjölmiðlanna“ í heild í öll skipti.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar, 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 963 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 26.-28. nóvember 2013
Eldri kannanir sama efnis:
2012 desember: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
2011 apríl: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
2010 apríl: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
2009 maí: MMR könnun: Traust til fréttamiðla
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.