smartphones logoMMR kannaði á tímabilinu 30. ágúst til 3. september 2013 farsímanotkun Íslendinga og viðhorf til ólíkra farsíma tegunda.
Vinsældir snjallsíma meðal Íslendinga halda áfram að aukast. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 66,4% eiga snjallsíma nú, borið saman við 53,8% í október 2012 og 38,0% í nóvember 2011. Til samanburðar sögðust 68% í Bretlandi eiga snjallsíma, 52% í Bandaríkjunum, 64% í Rússlandi og 60% í Brasilíu1.

1309 mobile 01Spurt var: “ Er farsíminn þinn snjallsími?- þ.e. sími sem kemst á netið og keyrir ýmiskonar hefðbundin forrit líkt og tölva“. Samtals tóku 99% afstöðu til spurningarinnar.
Spurðir voru: allir sem áttu farsíma 


Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir nota farsíma frá Nokia eða 32,6%. Þegar svarendahópnum var skipt eftir því hvort símtæki svarenda voru snjallsímar eða ekki kom hins vegar í ljós verulegur munur á fjölda notenda með Nokia síma. Þannig voru 78,0% þeirra sem nota hefðbundin símtæki sem sögðust mest nota Nokia síma. Á móti voru aðeins 10,1% þeirra sem sögðust vera með snjallsíma með símtæki frá Nokia. Hlutdeild Nokia meðal snjallsímanotenda var því lægri en meðal notenda á hefðbundnum farsímum. Hlutdeild Nokia á meðal snjallsímanotenda hefur lækkað stöðugt frá því í nóvember 2010 þegar hún mældist 50,8%.

Flestir snjallsímanotendur voru með símtæki frá Samsung eða 36,7% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar. Hlutdeild Samsung meðal snjallsímanotenda hefur aukist stöðugt frá því í nóvember 2010 þegar hún mældist 3,8%. Hlutdeild Apple (iPhone) á snallsímamarkaði hefur einnig aukist og mælist nú 32,3%, borið samn við 5,6% árið 2010. Hlutdeild annarra framleiðenda á snjallsímamarkaði hefur ýmist staðið í stað eða dregist saman.

 

 1309 mobile 02Spurt var: “Frá hvaða framleiðanda er símtækið sem þú notar mest?“. Samtals tóku 98,3% afstöðu til spurningarinnar. Markaðshlutdeild hefðbundinna farsíma var 33,6% og markaðshlutdeild snjallsíma var 66,4%.


Af þeim sem tóku afstöðu nefndu flestir Samsung, Apple (iPhone) og Nokia meðal snjallsíma sem til greina kæmu ef slíkur sími væri keytur í dag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 74,5% að snjallsími frá Samsung kæmi til greina, 61,7% nefndu Apple (iPhone) og 33,7% nefndu Nokia.

Þegar spurt var hvaða vörumerki yrði líklegast fyrir valinu ef keyptur væri snjallsími í dag sögðu flestir Samsung og næst flestir sögðu Apple (iPhone). Hlutdeild Samsung meðal líklegra viðskiptavina á snjallsímamarkaði heldur áfram að aukast. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 45,2% að snjallsími frá Samsung yrði líklegast fyrir valinu, borið saman við 38,5% 2012 og 3,9% 2010. Hlutdeild Apple (iPhone) hefur hinsvegar staðið í stað frá 2011. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðu 37,1% að Apple (iPhone) yrði líklegast fyrir valinu, borið saman við 36,4% 2011.

 

1309 mobile 03Spurt var:
“Ef þú værir að fá þér snjallsíma í dag hvaða framleiðendur kæmu til greina? – veldu eitt eða fleiri vörumerki“ Samtals tóku 86,2% afstöðu til spurningarinnar.

“Ef þú værir að fá þér snjallsíma í dag - frá hvaða framleiðanda myndir þú líklegast kaupa?“ Samtals tóku 81,1% afstöðu til spurningarinnar.
 Markaðshlutdeild snjallsíma var 66,4%.

 
1Rannsókn YouGov

Eldri kannanir sama efnis:
Október 2012:  MMR könnun á farsímamarkaði
Nóvember 2010: MMR könnun á farsímamarkaði 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 922 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára.
Dagsetning framkvæmdar: 30. ágúst til 3. september 2013

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.