MMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða drykkjategundir væru fyrsta val Íslendinga þegar (og ef) þeir drekka áfengi. Flestir sögðu að bjór væri sitt fyrsta val er þeir drykkju áfengi, þar á eftir kom rauðvín og svo hvítvín. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,3% að bjór væri sitt fyrsta val þegar þau drykkju áfengi, 18,7% sögðu að rauðvín væru sitt fyrsta val, 14,5% sögðu hvítvín, 6,2% sögðu sterkt áfengi, 3,2% sögðu gosblöndur, 0,7% sögðu styrkt vín (ss. sérrí, púrtvín og vermút) og 14,3% sögðust ekki drekka áfengi.