fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

beermug logoMMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða drykkjategundir væru fyrsta val Íslendinga þegar (og ef) þeir drekka áfengi. Flestir sögðu að bjór væri sitt fyrsta val er þeir drykkju áfengi, þar á eftir kom rauðvín og svo hvítvín. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,3% að bjór væri sitt fyrsta val þegar þau drykkju áfengi, 18,7% sögðu að rauðvín væru sitt fyrsta val, 14,5% sögðu hvítvín, 6,2% sögðu sterkt áfengi, 3,2% sögðu gosblöndur, 0,7% sögðu styrkt vín (ss. sérrí, púrtvín og vermút) og 14,3% sögðust ekki drekka áfengi.

 

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 28. maí til 01. jún 2013. Stuðningur við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) mældist töluvert meiri en stuðningur við fráfarandi ríkisstjórn í síðustu mælingu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 59,9% styðja ríkisstjórnina nú, borið saman við 31,5% sem sögðust styðja fráfarandi ríkisstjórn í síðustu mælingu (14 - 17 maí 2013). 

 

|

KJ logo01

Í nýrri könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sögðust flestir, eða 62,5% þeirra sem tóku afstöðu, bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs. Traust til Katrínar Jakobsdóttur hefur aukist frá síðustu mælingu þegar það mældist 44,4% (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga).
     Þá sögðust 56,2% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Ólafst Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, 51,5% sögðust bera mikið traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og 48,8% sögðust bera mikið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.

|

thorKA logo

MMR kannaði stuðning við knattspyrnulið í efstu deild karla og kvenna á Íslandi (Pepsideildin). Þór/KA var það knattspyrnulið í efstudeild á Íslandi, karla eða kvenna, sem flestir sögðust halda með. Af þeim sem sögðust halda með knattspyrnuliði í efstudeild karla eða kvenna á Íslandi sögðust 19,0% halda með Þór/KA. Það lið sem naut næst mest stuðnings var kvennalið Breiðabliks en 11,3% sögðust halda með þeim. Þar á eftir komu karlalið FH, Þór, Breiðablik, ÍBV og KR.
Í heildina sögðust 59,2% aðspurðra halda með knattspyrnuliði í efstudeild á Íslandi, þ.e. sögðust halda með liði í efstudeild karla, kvenna eða héldu með liði í báðum deildum.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við fráfarandi ríkisstjórn (starfsstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna) á tímabilinu 14. til 17. maí 2013. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28,4%, borið saman við 26,7% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 19,9% fylgi, borið saman við 22,4% í síðustu mælingu. 

|

althingiMMR gerði fjölda kannana á fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninganna og var hin síðasta birt þann 25. apríl 2013. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður könnunarinnar reyndust mjög nærri úrslitum kosninganna. Þá má til gamans geta þess að sú fáheyrða staða kom upp að könnun MMR mældi fylgi Sjálfstæðisflokksins nákvæmlega rétt upp á einn aukastaf (27,6%) og ekki munaði nema 0,1% á spá- og raunfylgi Samfylkingar.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. apríl 2013. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 26,7%, borið saman við 27,5% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 22,4% fylgi, borið saman við 25,6% í síðustu mælingu. Þrátt fyrir að munur á fylgi þessara tveggja flokka mælist nú 4,3 prósentustig er sá munur innan vikmarka (miðað við 95% vikmörk) og því ekki hægt að álykta að annar flokkurinn hafi meira raunfylgi en hinn.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 17. til 18. apríl 2013. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú með 27,5% fylgi, borið saman við 22,9% í síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 25,6% fylgi, borið saman við 32,7% í síðustu mælingu. Samfylkingin mælst nú með 13,5% fylgi, borið saman við 10,4% í síðustu mælingu og Vinstri græn mælast nú með 8,1% fylgi, borið saman við 6,7%. Björt framtíð mælist nú með 8,3% fylgi borið saman við 9,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist nú með 6,7% fylgi, borið saman við 9,0% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,4%.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 11. til 14. apríl 2013. Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 32,7%, borið saman við 30,2% í síðustu mælingu. Pírataflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú 9,0%, borið saman við 7,8% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi  og mælist hann nú 22,9% borið saman við 21,2% í síðustu mælingu. Dögun bætir einnig við sig fylgi og mælist nú 3,6%, borið saman við 1,9% í síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman og mælist nú 6,7% borið saman við 8,1% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 24,6%.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 5. til 8. apríl 2013. Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 30,2%, borið saman við 29,5% í síðustu mælingu. Pírataflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú 7,8%, borið saman við 3,9% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú 21,2% borið saman við 24,4% í síðustu mælingu. Fylgi Bjartrar framtíðar dregst nokkuð saman og mælist nú 9,2% borið saman við 12,0% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 28,5%.

|

framsokn logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. mars 2013. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 29,5%, borið saman við 25,9% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú 24,4% borið saman við 27,2% í síðustu mælingu. Eins dalar fylgi Bjartrar framtíðar nokkuð og mælist nú 12,0% borið saman við 15,2% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 28,7%.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 7. til 12. mars 2013. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mældist það 27,2% nú, borið saman við 28,5% í síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og stendur það nú í 25,9%, borið saman við 23,8% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,5%.

|

althingiMMR kannaði viðhorf Íslendinga til þess að ríkið greiði listamannalaun. Rúmur helmingur var andvíg(ur) því að ríkið myndi greiða listamannalaun, þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem voru fylgjandi hafi hækkað nokkuð frá mars 2010. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 45,5% vera fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun nú, borið saman við 38,6% í mars 2010. 54,5% sögðust vera andvíg því að ríkið greiði listamannalaun nú, borið saman við 61,4% í mars 2010.

|

althingiSamkvæmt nýjustu fylgiskönnun MMR sem framkvæmd var á á tímabilinu 19. til 21. febrúar 2013 mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins vera 28,5%. Þetta er minnsta fylgi  Sjálfstæðisflokkins sem mælst hefur frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og stendur það nú í 23,8%. Fylgi Samfylkingar heldur áfram að dragast saman og mælist nú 12,8%. Stuðningur við Bjarta framtíð dalar úr 17,8% í 15,3%. Önnur framboð ýmist standa í stað eða bæta heldur við sig. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,7%.

|

MMR traust

Í könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sem var gerð nú í febrúar voru flestir, eða 58,6% þeirra sem tóku afstöðu, sem sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Traust til Ólafs Ragnars hefur aukist stöðugt frá árinu 2009 þegar það mældist 22,9% (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga).

|

ESB LOGO

MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 24,2% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 25,0% í síðustu mælingu (15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,3% vera andvíg því að Ísland gengi í Evrópusambandið nú, borið saman við 62,7% í janúar.

|

SkjaldamerkiIslands

Í könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að ánægja með störf forsetans hefur aukist töluvert í kjölfar niðurstaða í Icesave málinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,6% ánægð með störf forsetans nú, borið saman við 49,0% í síðustu mælingu (framkvæmd á tímabilinu 15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu stögðust 19,6% vera óánægð með störf forsetans nú, borið saman við 25,4% í janúar.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á meðal almennings á tímabilinu 31. janúar til 6 febrúar. Framsóknarflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi í kjölfar niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave málinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 19,5% að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrðið til kosninga í dag, borið saman við 14,8% á tímabilinu 15-20 janúar 2013. Björt framtíð hefur bætt verulega við sig fylgi á árinu 2013. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 17,8% að þau myndu kjósa Bjarta framtíð nú, borið saman við 11,5 í desember 2012.

|

althingiMMR kannaði viðhorf Íslendinga til þess að ríkið seldi eignarhlut sinn í Landsbankanum, Landsvirkjun og Ríkisútvarpinu. Meirihluti var andvíg(ur) því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í fyrirtækjunum þremur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,6% fylgjandi því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í Landsbankanum nú, borið saman við 45,6% í janúar 2012. 22,8% sögðust fylgjandi því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í Ríkisútvarpinu nú, borið saman við 24,9% í janúar 2012. Aðeins voru 14,7% fylgjandi því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í Landsvirkjun nú, borið saman við 19,6% í fyrra.

|
Síða 20 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.