MMR kannaði á tímabilinu 13 – 19 júní 2013 hvaða drykkjategundir væru fyrsta val Íslendinga þegar (og ef) þeir drekka áfengi. Flestir sögðu að bjór væri sitt fyrsta val er þeir drykkju áfengi, þar á eftir kom rauðvín og svo hvítvín. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 42,3% að bjór væri sitt fyrsta val þegar þau drykkju áfengi, 18,7% sögðu að rauðvín væru sitt fyrsta val, 14,5% sögðu hvítvín, 6,2% sögðu sterkt áfengi, 3,2% sögðu gosblöndur, 0,7% sögðu styrkt vín (ss. sérrí, púrtvín og vermút) og 14,3% sögðust ekki drekka áfengi.
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 28. maí til 01. jún 2013. Stuðningur við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) mældist töluvert meiri en stuðningur við fráfarandi ríkisstjórn í síðustu mælingu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 59,9% styðja ríkisstjórnina nú, borið saman við 31,5% sem sögðust styðja fráfarandi ríkisstjórn í síðustu mælingu (14 - 17 maí 2013). 

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við fráfarandi ríkisstjórn (starfsstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna) á tímabilinu 14. til 17. maí 2013. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 28,4%, borið saman við 26,7% í síðustu mælingu og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 19,9% fylgi, borið saman við 22,4% í síðustu mælingu.
MMR gerði
MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 22. til 25. mars 2013. Framsóknarflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi og mælist nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 29,5%, borið saman við 25,9% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi og mælist hann nú 24,4% borið saman við 27,2% í síðustu mælingu. Eins dalar fylgi Bjartrar framtíðar nokkuð og mælist nú 12,0% borið saman við 15,2% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 28,7%.
