Í nýrri könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sögðust flestir, eða 62,5% þeirra sem tóku afstöðu, bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs. Traust til Katrínar Jakobsdóttur hefur aukist frá síðustu mælingu þegar það mældist 44,4% (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga).
Þá sögðust 56,2% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Ólafst Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, 51,5% sögðust bera mikið traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra og 48,8% sögðust bera mikið traust til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra.
Spurt var: Hve mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila. Svarmöguleikar voru mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust.
Samtals tóku 97,5% afstöðu til spurningarinnar.
Traust til forystufólk í stjórnmálum eftir stuðningi svarenda við stjórnmálaflokka:
Líkt og í fyrri mælingum þá njóta flokksformenn almennt mikils trausts meðal stuðningsmanna eigin flokka. Formenn allra flokka nutu trausts yfir 80% stuðningsfólks eigin flokka. Aðeins í tilfelli þeirra sem studdu Samfylkinguna ríkti meira traust til einstaklings í sem tilheyrði öðrum flokki en til formanns flokksins. Þannig naut Katrín Jakobsdóttir traust s 93,4% þeirra sem studdu Samfylkinguna á meðan Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinna, naut trausts 76,6% þeirra sem studdu samfylkinguna.
Þróun milli mælinga*:
*ekki eru til mælingar á öllum aðilunum í öll skipti
Frá síðustu mælingu (21.02.2013) varð mest aukning á trausti til Katrínar Jakobsdóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Í siðustu mælingu sögðust 44,4% bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, borið saman við 62,5% nú, 28,2% sögðust bera mikið traust til Sigmundar Davíðs borið saman við 48,8% nú og 14,6% sögðust bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar, borið saman við 33,8% nú.
Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1012 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 28 maí. til 1. júní 2013
Eldri kannanir sama efnis:
2013 febrúar: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2012 apríl: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2011 mars: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2010 maí: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 sept: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 feb: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 jan: MMR könnun á trausti til formanna stjórnmálaflokkanna
2008 Des: MMR könnun á trausti almennings til áhrifafólks í samfélaginu