Alþingiskosningar Traust

|
 

johanna_sigurdardottir
-Innan við helmingur segist bera mikið traust til forsetans.
-78% segjast bera lítið traust til seðlabankastjóra og fjármálaráðherra.
-Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar meðal þeirra sem njóta mests trausts.

Flestir, eða 64%,  segjast bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, þar á eftir kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem 44% segjast bera mikið traust til og þá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sem 40% segjast bera mikið traust til.

Jóhanna er jafnframt sá einstaklingur sem fæstir segjast bera lítið traust til en 14% aðspurðra sögðust bera lítið traust til hennar. 28% sögðust bera lítið traust til Ólafs Ragnars og 33% sögðust bera lítið traust til Þorgerðar Katrínar.

 

Allir aðrir þeirra tuttugu og tveggja einstaklinga sem spurt var um njóta lítils trausts hjá fleirum en segjast bera mikið traust til þeirra. Þannig eru 78% sem segjast bera lítið traust til Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, 68% segjast bera lítið traust til Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, 67% segjast bera lítið traust til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiganda Baugs, og Valgerðar Sverrisdóttur, formanns Framsóknarflokksins, 57% segjast bera lítið traust til Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, og 52% segjast bera lítið traust til Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Nýja Glitnis. Aðrir sem spurt var um njóta lítils trausts hjá 38% til 50% svarenda.

 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar eru meðal þeirra sem njóta mests trausts samkvæmt könnuninni en 31% til 33% segjast bera mikið traust til þeirra þriggja.

 

 

Niðurstöðurnar í heild:
 0812_tilkynning_traustfolk.pdf