Flestir eða 37,6% sögðust bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Traust til Steingríms J. Sigfússonar helst nær óbreytt frá síðustu könnun MMR í september 2009 (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga). Þá sögðust 23,9% bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið saman við 36,0% í síðustu könnun.
Fyrir rúmu ári síðan í febrúar 2009 kváðust 58,5% bera mikið traust til Jóhönnu. Rúmlega 40% svarenda sögðust bera lítið traust til Steingríms og helst það svo til óbreytt frá síðustu könnun en þeim fjölgar nokkuð sem segjast bera lítið traust til Jóhönnu eða 52,9% borið saman við 39,8% í síðustu könnun. Næst flestir eða 26,7% sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands en 46,9% sögðust bera lítið traust til hans. Nú segjast 16,1% bera mikið traust til Birgittu Jónsdóttur, formanns þingflokks Borgarahreyfingarinnar en 7,4% báru mikið traust til hennar skv. könnuninni í september 2009. Þeim sem segjast bera lítið traust til Birgittu fækkar nokkuð milli kannanna, nú segjast 55,4% bera lítið traust til hennar borið saman við 63,0% í síðustu könnun. Aftur á móti fjölgar þeim nokkuð sem segjast bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, 67,0% sögðust bera lítið traust til hans nú samanborið við 54,4% í síðustu könnun. Ef litið er á afstöðu svarenda til stjórnmálaflokka, má t.d. sjá að Steingrímur J. Sigfússon nýtur trausts meðal 88,1% þeirra sem segjast myndu kjósa Vinstri græna væri gengið til kosninga nú, Jóhanna Sigurðardóttir nýtur trausts meðal 75,6% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýtur trausts meðal 70,3% Framsóknarmanna og Bjarni Benediktsson nýtur trausts meðal 55,6% Sjálfstæðismanna.
Flestir eða 37,6% sögðust bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Traust til Steingríms J. Sigfússonar helst nær óbreytt frá síðustu könnun MMR í september 2009 (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga). Þá sögðust 23,9% bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra borið saman við 36,0% í síðustu könnun. Fyrir rúmu ári síðan í febrúar 2009 kváðust 58,5% bera mikið traust til Jóhönnu. Rúmlega 40% svarenda sögðust bera lítið traust til Steingríms og helst það svo til óbreytt frá síðustu könnun en þeim fjölgar nokkuð sem segjast bera lítið traust til Jóhönnu eða 52,9% borið saman við 39,8% í síðustu könnun.
Næst flestir eða 26,7% sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands en 46,9% sögðust bera lítið traust til hans. Nú segjast 16,1% bera mikið traust til Birgittu Jónsdóttur, formanns þingflokks Borgarahreyfingarinnar en 7,4% báru mikið traust til hennar skv. könnuninni í september 2009. Þeim sem segjast bera lítið traust til Birgittu fækkar nokkuð milli kannanna, nú segjast 55,4% bera lítið traust til hennar borið saman við 63,0% í síðustu könnun. Aftur á móti fjölgar þeim nokkuð sem segjast bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, 67,0% sögðust bera lítið traust til hans nú samanborið við 54,4% í síðustu könnun.
Ef litið er á afstöðu svarenda til stjórnmálaflokka, má t.d. sjá að Steingrímur J. Sigfússon nýtur trausts meðal 88,1% þeirra sem segjast myndu kjósa Vinstri græna væri gengið til kosninga nú, Jóhanna Sigurðardóttir nýtur trausts meðal 75,6% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nýtur trausts meðal 70,3% Framsóknarmanna og Bjarni Benediktsson nýtur trausts meðal 55,6% Sjálfstæðismanna.
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.