thorKA logo

MMR kannaði stuðning við knattspyrnulið í efstu deild karla og kvenna á Íslandi (Pepsideildin). Þór/KA var það knattspyrnulið í efstudeild á Íslandi, karla eða kvenna, sem flestir sögðust halda með. Af þeim sem sögðust halda með knattspyrnuliði í efstudeild karla eða kvenna á Íslandi sögðust 19,0% halda með Þór/KA. Það lið sem naut næst mest stuðnings var kvennalið Breiðabliks en 11,3% sögðust halda með þeim. Þar á eftir komu karlalið FH, Þór, Breiðablik, ÍBV og KR.
Í heildina sögðust 59,2% aðspurðra halda með knattspyrnuliði í efstudeild á Íslandi, þ.e. sögðust halda með liði í efstudeild karla, kvenna eða héldu með liði í báðum deildum.

 

1305 knattspyrna 03

Spurt var tveggja spurninga:
1. „Með hvaða liði heldur þú í efstu deild karla í fótbolta (Pepsideildinni)?“
2. „Með hvaða liði heldur þú í efstu deild kvenna í fótbolta (Pepsideildinni)?
Svarmöguleikar voru eftirfarandi:
Spurning 1: Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, ÍA, ÍBV, Keflavík, KR, Stjarnan, Valur, Víkingur Ólafsvík, Þór, Engu og Veit ekki/vil ekki svara.
Spurning 2: Afturelding, Breiðablik, FH, HK/Víkingur, ÍBV, Selfoss, Stjarnan, Valur, Þór/KA, Þróttur Reykjavík, Engu og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals sögðust 59,2% halda með knattspyrnuliði í efstu deild karla eða kvenna, 38,6% sögðust ekki halda með neinu liði og 2,2% svöruðu veit ekki/vil ekki svara.
Af þeim sem sögðust styðja lið í efstu deild sögðust 10,9% ekki halda með neinu liði í efstudeild karla og 18,6% sögðust ekki halda með liði í efstudeild kvenna.
Af þeim sem sögðust styðja lið í efstu deild tóku 0,7% ekki afstöðu til spurningar 1 (karlalið) og 2,8% til spurningar 2 (kvennalið).
 

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1011 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 14. til 17. maí 2013

  Niðurstöðurnar á PDF:
pdf1305_tilkynning_knattspyrna.pdf