
Í könnun MMR þar sem spurt var um breytingu á bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneyti sögðust 28,2% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar hafa minnkað bifreiðanotkun sína mikið og 41,7% minnkað hana lítillega. 25% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu bifreiðanotkun sína ekkert hafa breyst og einungis 0,6% svarenda sögðust hafa aukið bifreiðanotkun sína. 4,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust ekki nota bifreið.
MMR kannaði hvort landsmenn væru hlynntir eða andvígir því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir. Forvirkar rannsóknarheimildir heimila lögreglu að safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um lögbrot. Meirihluti þeirra sem tók afstöðu, eða 58,4%, voru hlynnt því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir og voru karlar (61,6%) hlynntari því en konur (54,8%).
Í könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum voru flestir, eða 41,7% þeirra sem tóku afstöðu, sem sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Traust til Ólafs Ragnars eykst mikið frá síðustu könnun, sem gerð var í maí 2010, en þá sögðust 26,7% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til hans (sjá meðfylgjandi PDF skjal um þróun milli mælinga).
MMR kannaði álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Í könnuninni voru svarendur beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við stjórnmálaleiðtogana eða ekki. Ef skoðuð eru svör þeirra sem tóku afstöðu má sjá að nokkur munur er á hvaða eiginleikum leiðtogarnir þykja gæddir.
Í könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda kom í ljós nokkur stuðningur við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum.
MMR kannaði viðhorf Íslendinga til ákvörðunar forseta Íslands um að hafna nýjustu Icesave lögunum samþykkis. Af þeim sem tóku afstöðu voru 60,7% sem sögðust styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýjustu Icesave lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá voru 57,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust myndu kjósa með lögunum kæmu þau til atkvæðagreiðslu í dag, það er að samþykkja lögin.
MMR kannaði traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Af þeim stofnunum sem spurt var um nýtur Landhelgisgæslan (80,8%), Sérstakur saksóknari (59,8%) og Ríkislögreglustjóri (55,1%) mest traust meðal almennings. Helstu breytingarnar frá fyrri könnun eru þær að talsvert fleiri bera lítið traust til Hæstaréttar eða 34,7%, miðað við 29,1% í október 2010.
Skv. fjölmiðlakönnun MMR frá í janúar eru Google og mbl.is þau vefsetur sem flestir Íslendingar nota í viku hverri – en 87,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðust nota Google vikulega eða oftar og 86,5% sögðust nota mbl.is vikulega eða oftar. Þá mældist fjöldi vikulegra notenda
MMR kannaði hvort það yrðu jólatré á heimilum landsmanna þessi jólin og hvort væri algengara gervi eða lifandi tré. Mikill meirihluti ætlar að hafa jólatré á sínu heimili um jólin og sögðu 91,2% að svo yrði. Fleiri hyggjast þó hafa gervitré en lifandi tré, 49,6% sögðust hafa gervitré á sínu heimili um jólin en 41,6% lifandi tré. Tæp 9% eða 8,8% landsmanna ætla ekki að hafa neitt jólatré á heimili sínu í ár.
Í könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 3-5 nóvember, var spurt um væntanlega þátttöku almennings í komandi kosningum til stjórnlagaþings. Í könnuninni sögðust 54,8% þeirra sem tóku afstöðu ætla greiða atkvæði í kosningunum. 11,1% sögðust ekki ætla að taka þátt og 34,0% kváðust ekki hafa ákveðið hvort að þeir tækju þátt. Þá sögðust 57,4% þeirra sem tóku afstöðu ekki enn hafa kynnt sér neinn þeirra einstaklinga sem boðið hafa sig fram til stjórnlagaþings.