icesaveMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði. Af þeim sem tóku afstöðu voru 50,3% sem vildu að nýji samningurinn yrði sendur í þjóðaratkvæði en 49,8% sögðust vilja að hann yrði eingöngu afgreiddur af Alþingi. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar og voru í könnun MMR frá mars 2010 en þá vildu 49,5% nýjan Icesave samning í þjóðaratkvæði en 50,5% sögðust vilja samninginn afgreiddan eingöngu af Alþingi.

Þegar svör þeirra sem sögðust vilja að nýr Icesave samningur ætti líka að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eru skoðuð eftir lýðfræði svarenda kemur í ljós nokkur munur milli hópa. Þannig sögðust 61,6% svarenda undir þrítugu aðhyllast þjóðaratkvæðagreiðslu borið saman við 44,2% þeirra sem eru í aldurshópnum 50-67 ára. Þeim hefur þó fjölgað töluvert í aldurshópnum 50-67 ára sem vilja samninginn í þjóðaratkvæði en þeir voru 36,7% í mars 2010. Tekjulægri hópar eru mun hlynntari þjóðaratkvæðagreiðslu en tekjurhærri. Nokkuð hefur dregið hefur úr stuðningi tekjuhæsta hópsins frá því í mars 2010, þá voru 44,6% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en voru nú 36,3%. Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig meiri meðal fólks með minni menntun. 70,1% þeirra sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en helmingi færri, eða 36,3%, sem hafa lokið háskólanámi. Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðslu var mestur meðal þeirra sem sögðust myndu kjósa Borgarahreyfinguna ef gengið yrði til kosninga í dag, eða 71,3%. Minnstur var stuðningurinn við þjóðaratkvæðagreiðslu meðal þeirra sem myndu kjósa Samfylkinguna eða 14,3%.

 

Niðurstöðurnar í heild:
1101_tilkynning_Icesave.pdf