Jólahefðir

|

MMR kannaði hvað Íslendingar ætluðu að borða sem aðalrétt jólin 2010. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 52,9% líklegast hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, 9,8% töldu líklegast að þeir myndu borða rjúpu og 8,3% ætluðu að borða kalkún á aðfangadag. Á jóladag sögðust  72,7% landsmanna líklegast myndu borða hangikjöt og 8% hamborgarhrygg. Svo virðist sem breytileiki í jólamatnum sé aðeins meiri hjá landanum á aðfangadagskvöld en hefðir og venjur ráði ríkjum á jóladag.

Áhugavert var að skoða niðurstöðurnar fyrir Ísland í samanburði við sambærilega könnun YouGov í Bretlandi dagana 2. – 3. desember 2010. Þar á bæ virðast breskar matarhefðir hafa vikið nær alfarið fyrir bandarískum áhrifum því 56% Breta segjast ætla að hafa kalkún í matinn á jóladag í ár. Kalkúnninn bandaríski kemur því í staðin fyrir hina hefðbundnu jólagæs sem Bretar neyttu áður fyrr á jólum en 2% bresku þjóðarinnar sögðust ætla að borða gæs á jóladag í ár.

Íslendingar virðast því vera vanafastari en Bretar á hinn hefðbundna jólamat því íslenska hangikjötið er á borðum mikils meirihluta þjóðarinnar á jóladag.

Niðurstöðurnar í heild:
1012_tilkynning_jolamatur.pdf