MMR kannaði hvort almenningur væri fylgjandi eða andvígur því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 68,1% sem kváðust mjög andvígir, 15,0% sögðust frekar andvígir, 9,1% voru frekar fylgjandi og 7,8% sögðust mjög fylgjandi. Að samanlögðu voru 83,1% sem sögðust andvíg því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi en 16,9% voru því fylgjandi.

Nokkur munu reyndist á afstöðu svarenda eftir kyni, aldri og heimilistekjum. Af þeim sem tóku afstöðu voru 25,0% karla, samanborið við 9,1% kvenna, sem sögðust fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi. Þá sögðust 34,6% þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18 til 29 ára sem sögðust fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg samanborið við 13,5% í aldurshópnum 30-49 ára og 7,1% í aldurshópnum 50-67 ára. Að lokum kváðust 38,3% þeirra sem tóku afstöðu og búa á heimilum með mánaðartekjur undir 250 þúsund krónum sem kváðust fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg samanborið við 11,6-16,2% í öðrum tekjuhópum.

Ef karlar á aldrinum 18-29 ára eru skoðaðir sérstaklega þá kemur í ljós að 51% þeirra sem tóku afstöðu segjast fylgjandi því að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg á Íslandi. Þetta er töluvert hærra hlutfall en meðal kvenna í sama aldurshópi, en  19,4% þeirra sögðust því fylgjandi að neysla kannabisefna yrði gerð lögleg.

Niðurstöðurnar í heild:
1011_tilkynning_kannabis.pdf