Þeim fjölgar sem bera mikið traust til lífeyrissjóðanna en 14,7% segjast bera mikið traust til þeirra nú borið saman við 9,8% í maí 2010 sem er 49% aukning. Lífeyrissjóðirnir eiga þó langt í land með að ná sambærilegu trausti og var í desember 2008 (skömmu eftir hrun bankakerfisins) þegar 30,5% sögðust bera mikið traust til þeirra. Þeim fjölgar einnig sem segjast bera mikið traust til VR en 16,6% bera mikið traust til þess nú sem er 41% aukning frá maí 2010 þegar 11,8% sögðust bera traust til VR.
Fréttir (birtar niðurstöður)
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.
70% telja mikla þörf fyrir ný framboð til Alþingis
MMR kannaði hvort almenningur teldi mikla eða litla þörf fyrir ný framboð til Alþingis. Niðurstaðan var að 70,3% töldu frekar eða mjög mikla þörf fyrir slík framboð (til viðbótar eða í staðinn fyrir núverandi stjórnmálaflokka). Á hinn bóginn voru 17,9% svarenda sem sögðu að lítil þörf væri fyrir ný framboð og 11,8% voru á báðum áttum.
Rúm 50% vilja alþingiskosningar innan 6 mánaða
Í könnun MMR þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess hvenær ætti næst að ganga til alþingiskosninga sögðu 40,9% svarenda að kjósa ætti til Alþingis innan þriggja mánaða. Þá voru 12,4% sem sögðu að kjósa ætti eftir 3-6 mánuði, 7,7% vildu kosningar eftir 6-12 mánuði og 8,6% sögðu að kjósa ætti eftir rúmlega ár (á árinu 2012). Þá voru 30,7% sem sögðu að kjósa ætti í lok núverandi kjörtímabils.
Stuðningur eykst við afturköllun fiskveiðiheimilda
Í könnun MMR þar sem spurt var um afstöðu fólks til fiskveiðiheimilda sögðust 70,9% svarenda vera frekar eða mjög hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Aftur á móti voru 18,8% andvígir slíkum hugmyndum og 10,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg hugmyndinni. Þetta er nokkur breyting frá könnun MMR í febrúar 2009 þegar 61% svarenda sögðust fylgjandi afturköllun og endurúthlutun fiskveiðiheimilda.
Meirihluti hlynntur málshöfðun gegn ráðherrum
Yfir 60% sveranda sögðust fylgjandi því að höfða beri sakamál fyrir landsdómi gegn fyrrverandi ráðherrunum Árna M. Matthiesen (66,3%), Geir H. Haarde (64,2%) og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur (60,4%). Nokkuð færri eða 51,8% sögðust fylgjandi því að höfða beri sakamál fyrir landsdómi gegn Björgvini G. Sigurðssyni fyrrverandi viðskiptaráðherra.
Meirihluti andvígur mjólkursektum
Meirihluti svarenda eða 84,8 % eru andvíg því að mjólkursamlög sem taka á móti mjólk umfram kvóta eða greiðslumark séu beitt fjársektum, 15,2% eru aftur á móti fylgjandi því.
Ánægju Íslendinga fá takmörk sett
Mikil ánægja ríkir meðal Íslendinga samkvæmt könnun MMR á ánægju almennings. Landsmenn eru almennt ánægðir með sumarfríið sitt nágranna sína, vinnuna og veðrið í sumar - en yfir 90% þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR um ánægju almennings sögðust ánægð með þessi atriði í lífi sínu.
Ríkisstjórnin leggur meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu
Rúmlega 70% (70,8%) eru frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru þó síður á þeirri skoðun en þeir sem styðja hana ekki því 38,1% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru frekar eða mjög sammála því að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu borið saman við 87,1% þeirra sem styðja hana ekki.
Sjálfstæðismenn styðja mótmælafundi
Meirihluti svarenda eða 70,3% telja að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar, sem er aðeins hærra hlutfall en var í könnun MMR frá desember 2008 þegar 66,2% voru á þeirri skoðun. Líkt og þá er mikill munur á afstöðu fólks til fundanna eftir stuðningi við stjórnmálaflokka og ríkisstjórnina.
„Inspired by Iceland“ vel heppnað
Níu af hverju tíu svarendum í könnun MMR um viðhorf og þátttöku almennings í „Inspired by Iceland“ átaki ferðaþjónustunnar telja átakið vel heppnað. Tæp 70% svarenda höfðu sjálfir séð myndbandið „Inspired by Iceland“ sem Íslendingar voru hvattir til að senda vinum og kunningjum í útlöndum. Hátt í þriðjungur svarenda sagðist hafa sent myndbandið til vina í útlöndum. Af þeim sem höfðu dreift myndbandinu til vina í útlöndum voru 65% sem sögðust hafa fengið jákvæð viðbrögð erlendis frá í kjölfarið.
Orðspor skiptir auglýsendur mestu máli
Afgerandi stór hluti svarenda (82,2%) segist helst treysta á meðmæli fólks sem það þekkir þegar það leitar sér upplýsinga um vörur og þjónustu. Þar á eftir segist fólk helst treysta heimasíðum fyrirtækja (49,3%) og umsögnum neytenda á Internetinu (33,6%). Auglýsingar á Internetinu, ásamt SMS auglýsingum, reyndust aftur á móti sá auglýsingamáti sem fæstir sögðust treysta (um 8% sögðust treysta auglýsingum á Internetinu og einungis 4% sögðust treysta SMS auglýsingum). Þá voru 63,5% sem sögðust beinlínis vantreysta SMS auglýsingum í farsíma.
Kosningaúrslit í Reykjavík endurspegla könnun MMR nákvæmlega
Niðurstöður könnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir nýliðnar borgarstjórnarkosningar í Reykjavík vöktu mikla athygli; enda mældist Besti flokkurinn með nærri 36% fylgi og um leið stærsti flokkurinn. Skemmst er frá því að segja að niðurstöðurnar endurspegluðu kosningaúrslitin nær fullkomlega og reyndist skipting borgarfulltrúa milli framboðanna að afloknum kosningum nákvæmlega hin sama og spáð hafði verið var samkvæmt könnun MMR.
Traust til helstu stofnana samfélagsins
Þeim fækkar sem bera mikið traust til Alþingis en 10,5% segjast bera mikið traust til þess nú borið saman við 18,0% í könnun MMR frá því í september 2009. Jafnframt fjölgar þeim sem segjast bera lítið traust til Alþingis, eru nú 56,4% en voru 52,4% í september 2009. Þeim sem bera mikið traust til lífeyrissjóðanna fækkar frá fyrri könnunum, nú segjast 9,8% bera mikið traust til þeirra borið saman við 16,7% í könnuninni frá september 2009. Að sama skapi hefur vantraust á lífeyrissjóðunum aukist, í desember 2008 sögðust 32,7% bera lítið traust til lífeyrissjóðanna en nú segjast 61,8% bera lítið traust til þeirra.
Traust til forystufólks í stjórnmálum
Yfir 80% nota farsíma undir stýri
Fréttastofa RÚV nýtur áfram sérstöðu hvað traust almennings áhrærir
Enginn annar fjölmiðill sem spurt var um í könnun MMR um traust almennings til fjölmiðla nýtur viðlíka trausts og fréttastofa RÚV. Alls sögðust 78,5% aðspurðra bera mikið traust til fréttastofunnar og tæp 5% sögðust bera lítið traust til hennar.
Rúmur helmingur fylgjandi lögum um bann við nektardansi
MMR kannaði hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt lögum um bann við nektardansi sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54,1% vera fylgjandi lögunum og 45,9% sögðust andvíg lögunum.
Íslensk stjórnvöld biðji Íraka afsökunar
MMR kannaði hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt því að íslensk stjórnvöld bæðu Íraka opinberlega afsökunar á því að hafa verið á „lista hinna viljugu þjóða“ og stutt þannig hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 69,7% játandi og 30,3% neitandi.
Fylgjandi styrkjum til landbúnaðar
Af þeim sem tóku afstöðu voru 76,3% sem sögðust frekar eða mjög fylgjandi styrkjum til íslensks landbúnaðar.Skipt eftir einstökum svörum voru 5,1% mjög andvíg, 18,6% sögðust frekar andvíg, 48,5% sögðust frekar fylgjandi og 27,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiddi styrki til íslensks landbúnaðar.
61,4% andvígir því að ríkið greiði listamannalaun.
MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 61,4% sem sögðust frekar eða mjög andvíg greiðslu á listamannalaunum.
Skipt eftir einstökum svörum voru 32,7% sem sögðust mjög andvíg. 28,7 sögðust frekar andvíg. 28,8% sögðust frekar fylgjandi og 9,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun.
Íslendingar beri ekki ábyrgð á ICESAVE
MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi?
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.