Meirihluti svarenda eða 84,8 % eru andvíg því að mjólkursamlög sem taka á móti mjólk umfram kvóta eða greiðslumark séu beitt fjársektum, 15,2% eru aftur á móti fylgjandi því.
Þeir sem búa á landsbyggðinni eru hlynntari því að mjólkursamlög sem taka á móti mjólk umfram kvóta eða greiðslumark séu beitt fjársektum heldur en þeir sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu. 20,1% þeirra sem búa á landsbyggðinni eru frekar eða mjög fylgjandi því að mjólkursamlög séu beitt fjársektum borið saman við 11,9% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar svörin eru skoðuð eftir stjórnmálaskoðun kemur í ljós að þeir sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna-grænt framboð, ef gengið væri til kosninga nú, eru hlynntari því að mjólkursamlög sem taka á móti mjólk umfram greiðslumark séu beitt fjársektum en þeir sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna. Rúm 26% eða 26,2% þeirra sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 23,3% þeirra sem myndu kjósa Vinstri-græna eru frekar eða mjög fylgjandi því að beita mjólkursamlög fjársektum borið saman við 12,3% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og 11,2% Samfylkingarfólks.
Niðurstöðurnar í heild: