Mikil ánægja ríkir meðal Íslendinga samkvæmt könnun MMR á ánægju almennings. Landsmenn eru almennt ánægðir með sumarfríið sitt nágranna sína, vinnuna og veðrið í sumar - en yfir 90% þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR um ánægju almennings sögðust ánægð með þessi atriði í lífi sínu.

Þá voru tæp 78% sem kváðust ánægð með Borgarstjórann í Reykjavík.

Hins vegar sögðust tveir þriðju hlutar svarenda vera frekar eða mjög óánægðir með að Spaugstofan sé hætt á dagskrá Ríkisútvarpsins – en þeir geta þá væntanlega tekið gleði sína aftur þar sem kunngert hefur verið að Spaugstofan heldur áfram á Stöð2.

ATHUGASEMD:
Villa í forriti olli því að niðurstöður sem voru upphaflega birtar úr könnuninni víxluðust milli þeirra atriða sem spurt var um.
Staðfest er að um algerlega einangrað tilvik er að ræða sem hefur nú verið leiðrétt af framleiðanda hugbúnaðarins þannig að það geti ekki endurtekið sig. Megin breytingin á niðurstöðunum varðar spurningu um Spaugstofuna þar sem í raun réttri um tveir þriðju lýstu yfir óánægju sinni með að hún væri hætt (sem er þvert á áður birtar niðurstöður).

Niðurstöðurnar í heild:

1008_tilkynning_anaegja_Islendinga.pdf