Alþingiskosningar

|

MMR kannaði hvort almenningur teldi mikla eða litla þörf fyrir ný framboð til Alþingis. Niðurstaðan var að 70,3% töldu frekar eða mjög mikla þörf fyrir slík framboð (til viðbótar eða í staðinn fyrir núverandi stjórnmálaflokka). Á hinn bóginn voru 17,9% svarenda sem sögðu að lítil þörf væri fyrir ný framboð og 11,8% voru á báðum áttum.

Séu svör skoðuð eftir lýðfræði svarenda má sjá nokkuð jöfn viðhorf til málefnisins milli hópa. Þó með þeim undantekningum að 60,7% svarenda yfir fimmtugu, 63,7% þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og 64,4% þeirra sem búa við heimilistekjur á bilinu 400-599 þúsund krónur töldu mikla þörf fyrir ný framboð. Í öllum öðrum hópum sem skoðaðir voru reyndist fjöldi þeirra sem töldu mikla þörf fyrir ný framboð vera um og yfir 70%.

Niðurstöðurnar í heild:
1010_tilkynning_flokkar.pdf