MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi?
Af þeim sem tóku afstöðu voru í 59,4% sem sögðu að Íslendingar ættu alls ekki að ábyrgjast slíkar greiðslur, 37,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslurnar að hluta til og 3,3% sögðu að Íslendingar ættu að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigendanna að fullu.