fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

logreglanMMR kannaði hvort landsmenn væru hlynntir eða andvígir því að lögreglan fái forvirkar rannsóknar-heimildir (þ.e. heimild til safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um lögbrot). Af þeim sem tóku afstöðu voru 45,0% sem sögðust hlynnt því að lögreglan fengi forvirkar rannnsóknarheimildir, 37,2% sögðust andvíg og 17,7% sögðust hvorki hlynnt né andvíg.

|

althingiÍ könnun MMR þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess hvenær ætti næst að ganga til alþingiskosninga sögðu 44,8% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að kjósa ætti í lok núverandi kjörtímabils. Þetta er töluverð breyting frá könnun MMR sama efnis frá í október 2010 þegar einungis 30,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið. Breytingin er töluvert meiri sé litið enn lengra aftur, eða til janúar 2009 (nokkrum dögum áður en tilkynnt var um síðustu alþingiskosningar). En þá voru eingöngu 14,4% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu að þáverandi þing ætti að sitja út kjörtímabilið.

|

OlafurRagnarGrimssonÍ könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sem gerð var í febrúar s.l. voru flestir, eða 50,2% þeirra sem tóku afstöðu, sem sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Traust til Ólafs Ragnars hefur aukist stöðugt frá árinu 2009 þegar það mældist 22,9% (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga).

|

HeidaKristinHelgadottirSmallMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort kæmi til greina að kjósa nokkur „ný-framboð“, sem hafa verið í umræðunni, ef þau byðu fram í næstu Alþingiskosningum. Framboðin sem spurt var um voru eftirfarandi:

|

MMR kannaði hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til Skaupsins sögðu 64,8% að þeim hefði þótt það gott, 18,0% sögðu það bæði hafa verið gott og slakt og 17,2% sögðu að Skaupið hefði verið slakt.

|

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða á jóladag þessi jólin. Greinilegt var að Íslendingar ætla ekki að bregða út af venjunni þessi jólin frekar en endranær því hangikjötsilmur verður ríkjandi á flestum heimilum landsmanna á jóladag. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust þrír af hverjum fjórum ætla að borða hangikjöt á jóladag þetta árið eða 72,4% en var 72,7% í desember 2010.

|

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða á aðfangadag á þessari jólahátíð. Nú sem endranær var hamborgarhryggur langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á aðfangadag og litlar breytingar milli ára. Þó meirihlutinn ætlaði að snæða hamborgarhrygg á aðfangadag jóla fækkaði lítillega í þeim hópi.

|

MMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 41,8% ætla að borða skötu en meirihlutinn eða 58,2% ætlaði ekki að borða skötu á Þorláksmessu.

|

althingiMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða tólf málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást á við á næstu mánuðum. Könnunin, sem var nú endurtekin í fjórða sinn, bendir til þess að trú á getu stjórnarflokkanna til að leiða þessa málaflokka fari þverrandi og að stór hluti kjósenda hafi snúið við þeim baki (sjá nánar hér).

|

MMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist mikill meirihluti eða 90,6% ætla að hafa tré. Breytingin frá fyrri könnun MMR, í desember 2010, þegar 91,2% sögðu að það yrði jólatré á sínu heimili um jólin er því óveruleg. Skipt eftir einstökum svörum sögðust 39,3% ætla að hafa lifandi jólatré á sínu heimili þessi jólin, 51,3% gervitré og 9,4% ætluðu ekki að hafa neitt jólatré.

|

logreglanMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort heimila ætti lögreglumönnum að bera skotvopn við almenn skyldustörf. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,5% vera andvíg því að heimila ætti lögreglumönnum að bera skotvopn við almenn skyldustörf. Skipt eftir einstökum svörum sögðust 36,0% vera því mjög andvíg, 34,5% voru frekar andvíg, 21,9% voru frekar fylgjandi og 7,6% voru mjög fylgjandi.

|

neiMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort gera ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 87,3% frekar eða mjög andvíg því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Skipt eftir einstökum svörum sögðust 75,2% mjög andvíg, 12,1% frekar andvíg, 7,6% frekar fylgjandi og 5,1% mjög fylgjandi.

|

gjofMMR kannaði hvort fólk væri byrjað að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 46,1% vera byrjuð að versla inn jólagjafir fyrir jólin í ár. Meirihluti er þó ekki byrjaður að versla jólagjafir eða 53,9%.

|

harpaMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það hefði komið í tónlistar- og ráðstefnhúsið Hörpu það sem af er þessu ári. Af þeim sem tóku afstöðu hafði meirihlutinn eða 52,2% komið í tónlistar og ráðstefnuhúsið Hörpu það sem af er þessu ári, 34,3% höfðu komið í Hörpu og sótt viðburði og 17,9% höfðu komið í Hörpu en einungis til að skoða húsið. Tæplega helmingur eða 47,8% höfðu ekki komið í Hörpu.

|

Ferataska_LouisVuittonMMR kannaði hvort fólk hefði hugsað um að flytja úr landi á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 39,9% hafa hugsað um að flytja til útlanda á síðastliðnum mánuðum, 26,5% höfðu hugsað um það vegna efnahagsástandsins og 13,3% vegna annarra ástæðna. Meirihlutinn hafði þó ekki hugsað um að flytja af landi brott eða 60,1%.

|

MMR_traustMMR kannaði traust til nokkurra helstu stofnana samfélagsins. Könnunin er nú gerð í sjötta skipti frá bankahruni. Yfir heildina litið eykst traust til allra þeirra stofnana sem mældar voru nema til stjórnarandstöðunnar, traust til hennar minnkar milli mælinga. Af þeim sem tóku afstöðu til spurninganna sögðust 13,6% bera traust til stjórnarandstöðunnar borið saman við 17,8% í október 2010. Á hinn bóginn fjölgaði í hópi þeirra sem sögðust treysta ríkisstjórninni eða 14,1% samanborið við 10,9% í október 2010.

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði traust fólks til nokkurra helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla á Íslandi (annarra en Lögreglunnar). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir eða 78,3% bera frekar eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar og helst það óbreytt frá fyrri mælingum. Fæstir sögðust treysta Landsdómi eða 16,4%.

|

GudmundurSteingrimssonMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort kæmi til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 33,5% að það kæmi til greina að kjósa nýtt f ramboð Guðmundar Steingrímssonar. Meirihlutinn eða 66,5% sagðist þó ekki myndu kjósa nýtt framboð.

|

domstollMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort taka ætti svonefnt Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur upp af dómstólum. Af þeim sem tóku afstöðu var mikill meirihluti eða 82,0% frekar eða mjög sammála því að Guðmundar- og Geirfinnsmálið yrði tekið upp aftur. Þar af voru 54,7% mjög sammála því og 27,3% frekar sammála því. Aftur á móti voru 18,0% frekar eða mjög ósammála því að málið væri tekið aftur upp af dómstólum og þar af voru 9,7% mjög ósammála og 8,3% frekar ósammála.

|

lsh_nyrspital_logoMMR kannaði afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 51,9% að þau væru staðsetningunni andvíg og 48,1% sögðu að þau væru henni hlynnt. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem kvaðst mjög andvígur staðsetningu sjúkrahússins við Hringbraut var ríflega tvöfaldur fjöldi þeirra sem sagðist mjög hlynntur henni. Þannig voru 32,8% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust mjög andvíg staðsetningunni borið saman við 15,6% sem sögðust mjög hlynnt henni.

|
Síða 22 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.