Traust

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði traust fólks til nokkurra helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla á Íslandi (annarra en Lögreglunnar). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir eða 78,3% bera frekar eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar og helst það óbreytt frá fyrri mælingum. Fæstir sögðust treysta Landsdómi eða 16,4%.

1110_traust_doms_01

Athyglisvert er að bera þessa niðurstöðu saman við eldri kannananir MMR á trausti til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla. Landhelgisgæslan nýtur áfram afgerandi trausts en töluvert dregur úr fjölda þeirra sem sögðust bera traust til Sérstaks saksóknara, voru 59,8% í febrúar á þessu ári en eru nú 47,4%. Einnig dregur nokkuð úr trausti til Ríkislögreglustjóra, í febrúar sögðust 55,1% bera frekar eða mjög mikið traust til hans borið saman við 44,8% nú.

Helstu breytingar frá mælingu MMR í febrúar á þessu ári voru þær að þeim fækkar sem sögðust treysta Héraðsdómstólunum og Ríkissaksóknara. Þá sögðust 39,3% bera frekar eða mjög mikið traust til Héraðsdómstólanna borið saman við 34,4% nú og 38,4% sögðust bera traust til Ríkissaksóknara þá borið saman við 32,9% nú. Breytingar á trausti til annarra stofnana mældust innan vikmarka.

Þróun milli mælinga:
Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.

1110_traust_doms_02

 

 

 

Niðurstöðurnar í heild:
1110_tilkynning_trust_judical.pdf

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.