Traust

|

OlafurRagnarGrimssonÍ könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum sem gerð var í febrúar s.l. voru flestir, eða 50,2% þeirra sem tóku afstöðu, sem sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Traust til Ólafs Ragnars hefur aukist stöðugt frá árinu 2009 þegar það mældist 22,9% (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga).

Þá sögðust 28,5% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Lilju Mósesdóttur. Það er umtalsvert hærra hlutfall en sagðist bera mikið traust til annarra stjórnmálaforingja sem mældust allir njóta trausts hjá minna en 20% aðspurðra.

Þá virðist staða flokksformanna stærstu stjórnmálaflokkanna á Alþingi (Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstri-grænna og Samfylkingar) mjög ólík. Þannig sögðust til dæmis 90,9% stuðningsfólks Vinstri-grænna bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, á meðan einungis 55,0% stuðningsfólks Sjálfsstæðisflokksins kvaðst bera mikið traust til Bjarna Benediktssonar.

 

1202_trauststjornm_1

1202_trauststjornm_2

1202_trauststjornm_3

 

1202_trauststjornm_4

 

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 877 einstaklingur
Dagsetning framkvæmdar: 9.-14. febrúar 2012

Eldri kannanir sama efnis:

2011 mars: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2010 maí: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 sept: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 feb: MMR könnun á trausti til forystufólks í stjórnmálum
2009 jan: MMR könnun á trausti til formanna stjórnmálaflokkanna
2008 Des: MMR könnun á trausti almennings til áhrifafólks í samfélaginu

Niðurstöðurnar í heild:
1202_tilkynning_trauststjornm.pdf