Jólahefðir Matarvenjur

|

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða á aðfangadag á þessari jólahátíð. Nú sem endranær var hamborgarhryggur langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á aðfangadag og litlar breytingar milli ára. Þó meirihlutinn ætlaði að snæða hamborgarhrygg á aðfangadag jóla fækkaði lítillega í þeim hópi.

Af þeim sem tóku afstöðu ætlaði rúmlega helmingur að borða hamborgarhrygg á aðfangadag nú eða 50,7% en var 52,9% fyrir ári síðan.  Þeim fækkaði einnig nokkuð sem ætluðu að borða svínakjöt (annað en hamborgarhrygg), var 6,7% í desember 2010 en var nú 4,9%. Aftur á móti fjölgaði þeim sem ætluðu að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) á aðfangadag milli ára. Fyrir ári síðan sögðust 8,2% ætla að borða lambakjöt á aðfangadag en var nú 11,5%. Önnur svör skiptust þannig að 9,2% ætluðu að borða kalkún á aðfangadag, 9,1% rjúpu og 14,6% ætluðu að borða eitthvað annað en það sem að ofan er talið.

 

1112_adfangadagur_1

Nokkur munur milli hópa hvað fólk ætlaði að borða á aðfangadag

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvað fólk ætlaði að borða á aðfangadag jóla þetta árið eftir aldri, tekjum og búsetu en einnig eftir því hvernig jólatré fólk ætlaði að hafa á sínu heimili. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist meirihluti yngsta aldurshópsins að þeir ætluðu að hafa hamborgarhrygg á aðfangadag eða 55,8% borið saman við 47,8% í aldurshópnum 30 – 49 ára og 50,0% elsta aldurshópsins (50 – 67 ára). Val á aðalrétt á aðfangadagskvöld var einnig breytilegt eftir heimilistekjum. Þannig sögðust 56,6% þeirra sem voru með tekjur á bilinu 250 – 399 þúsund á mánuði ætla að hafa hamborgarhrygg borið saman við 45,7% þeirra sem voru með hæstu heimilistekjurnar (800 þúsund eða hærra). Með hækkandi tekjum fjölgaði þeim sem ætluðu að hafa rjúpu á aðfangadag eða 11,1% tekjuhæsta hópsins og 11,0% þeirra sem voru með heimilistekjur á bilinu 600 – 799 þúsund á mánuði borið saman við 8,2% tekjulægsta hópsins. Tæplega tvisvar sinnum fleiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu ætla að borða lambakjöt (annað en hangikjöt) á aðfangadag eða 15,9% borið saman við 8,6%. Meirihluti þeirra sem ætla að hafa gervi jólatré um jólin borða hamborgarhrygg á aðfangadag eða 54,3%.

 

1112_adfangadagur_2

 

Niðurstöðurnar í heild:
1112_tilkynning_adfangadagur.pdf