Réttarfar

|

domstollMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort taka ætti svonefnt Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur upp af dómstólum. Af þeim sem tóku afstöðu var mikill meirihluti eða 82,0% frekar eða mjög sammála því að Guðmundar- og Geirfinnsmálið yrði tekið upp aftur. Þar af voru 54,7% mjög sammála því og 27,3% frekar sammála því. Aftur á móti voru 18,0% frekar eða mjög ósammála því að málið væri tekið aftur upp af dómstólum og þar af voru 9,7% mjög ósammála og 8,3% frekar ósammála.

1110_GudmGeirfMal01

Afstaða breytist nokkuð eftir hópum

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á afstöðu fólks til þess hversu sammála eða ósammála það var endurupptöku dómstóla á svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Af þeim sem tóku afstöðu voru fleiri konur en karlar sammála því að taka ætti málið upp aftur eða 84,3% kvenna borið saman við 79,8% karla. Þeim sem voru sammála endurupptöku málsins fækkar með hækkandi aldri. Þannig voru 87,0% yngsta aldurshópsins (18 – 29 ára) frekar eða mjög sammála því að taka aftur upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið fyrir dómstólum borið saman við 78,9% elsta aldurshópsins (50 – 67 ára). Ef litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að 87,9% stuðningsmanna Vinstri grænna og 85,5% stuðningsfólks Samfylkingarinnar voru frekar eða mjög sammála endurupptöku málsins borið saman við 76,3% stuðningsfólks Framsóknarflokksins og 73,7% Sjálfstæðismanna.

1110_GudmGeirfMal02

Niðurstöðurnar í heild:
1110_tilkynning_geirfinnsmal.pdf