lsh_nyrspital_logoMMR kannaði afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 51,9% að þau væru staðsetningunni andvíg og 48,1% sögðu að þau væru henni hlynnt. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem kvaðst mjög andvígur staðsetningu sjúkrahússins við Hringbraut var ríflega tvöfaldur fjöldi þeirra sem sagðist mjög hlynntur henni. Þannig voru 32,8% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust mjög andvíg staðsetningunni borið saman við 15,6% sem sögðust mjög hlynnt henni.

1109_lsh_hringbr01

Lítill munur á afstöðu fólks eftir búsetu en mikill eftir aldri

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss.  Af þeim sem tóku afstöðu voru konur hlynntari staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut en karlar eða 51,3% kvenna borið saman við 45,3% karla. Mestur var munurinn á afstöðu fólks eftir aldri. Þannig sögðust 68,2% yngsta aldurshópsins (18 – 29 ára) vera fylgjandi staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut borið saman við 34,7% í elsta aldurshópnum ( 50 – 67 ára). Mesta andstaðan við staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut var meðal einstaklinga á aldrinum 50 – 67 ára eða 65,3%. Aftur á móti var mjög lítill munur á afstöðu fólks eftir búsetu.

1109_lsh_hringbr02

 

Niðurstöðurnar í heild:
1109_tilkynning_sjukrahus_hringbr.pdf