MMR kannaði hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til Skaupsins sögðu 64,8% að þeim hefði þótt það gott, 18,0% sögðu það bæði hafa verið gott og slakt og 17,2% sögðu að Skaupið hefði verið slakt.
Svör breytileg eftir stjórnmálaskoðunum
Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á viðhorfi fólks til Skaupsins eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig voru 78,5% þeirra sem jafnframt sögðust styðja ríkisstjórnina sem sögðu að þeim hefði þótt skaupið gott samanborið við 58,6% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórnina. Þá voru ekki nema 50,3% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins sem sagði að þeim hefði þótt Áramótaskaupið gott.
Niðurstöðurnar í heild: 1201_tilkynning_skaup.pdf