harpaMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það hefði komið í tónlistar- og ráðstefnhúsið Hörpu það sem af er þessu ári. Af þeim sem tóku afstöðu hafði meirihlutinn eða 52,2% komið í tónlistar og ráðstefnuhúsið Hörpu það sem af er þessu ári, 34,3% höfðu komið í Hörpu og sótt viðburði og 17,9% höfðu komið í Hörpu en einungis til að skoða húsið. Tæplega helmingur eða 47,8% höfðu ekki komið í Hörpu.

1111_Harpa_1

Nokkuð breytilegt eftir hópum hvort fólk hafi komið í Hörpu

Samkvæmt könnuninni var nokkuð breytilegt eftir hópum hvort fólk hafi komið í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu það sem af er þessu ári. Af þeim sem tóku afstöðu höfðu fleiri konur en karlar komið í Hörpu, 57,1% kvenna borið saman við 47,3% karla. Tekjuhærri einstaklingar höfðu frekar komið í Hörpu eða 65,2% borið saman við 43,0% einstaklinga í tekjulægsta hópnum. Nokkur munur var einnig á fjölda þeirra sem komið hafði í Hörpu eftir aldri, þannig höfðu fæstir í elsta aldurshópnum (50 – 67 ára) komið í Hörpu eða 49,7% en flestir í yngsta aldurshópnum, 56,4%. Fleiri höfuðborgarbúar höfðu einnig komið í Hörpu eða 65,2% borið saman við 30,7% þeirra sem búa á landsbyggðinni. Ef litið er til stuðnings við ríkisstjórnina og stjórnmálaflokka kemur í ljós að stuðningsfólk Samfylkingarinnar hefur verið duglegast að mæta í Hörpu eða 63,7% borið saman við 52,9% þeirra sem styðja Vinstri græna og 50,2% stuðningsfólks Sjálfstæðismanna. Fæstir höfðu komið af stuðningsfólki Framsóknarflokksins eða 35,2%. Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja ríkisstjórnina höfðu 60,7% komið í Hörpu borið saman við 48,5% þeirra sem studdu hana ekki.

1111_Harpa_2

Niðurstöðurnar í heild:
1111_tilkynning_Harpa.pdf