logreglanMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort heimila ætti lögreglumönnum að bera skotvopn við almenn skyldustörf. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,5% vera andvíg því að heimila ætti lögreglumönnum að bera skotvopn við almenn skyldustörf. Skipt eftir einstökum svörum sögðust 36,0% vera því mjög andvíg, 34,5% voru frekar andvíg, 21,9% voru frekar fylgjandi og 7,6% voru mjög fylgjandi.

1111_skotvopn_1

Nokkur munur á afstöðu fólks milli hópa
Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á því hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt því að lögreglumönnum væri heimilað að bera skotvopn við almenn skyldustörf eftir kyni, tekjum og sérstaklega eftir aldri. Af þeim sem tóku afstöðu voru fleiri konur en karlar fylgjandi því að lögreglumönnum væri heimilað að bera skotvopn við almenn skyldustörf eða 33,5% kvenna borið saman við 25,9% karla. Einnig var nokkur munur milli einstakra tekjuhópa. Þannig sögðust 34,3% fólks með heimilistekjur á bilinu 250 – 399 þúsund á mánuði frekar eða mjög fylgjandi því að lögreglumönnum væri heimilað að bera skotvopn við almenn skyldustörf borið saman við 25,0% fólks með 800 þúsund eða meira í heimilistekjur á mánuði. Mestur var munurinn á afstöðu fólks eftir aldri og fjölgaði þeim sem voru andvígir því að heimila ætti lögreglumönnum að bera skotvopn við almenn skyldustörf með hækkandi aldri, Þrír af hverjum fjórum, eða 76,3%, í elsta aldurshópnum (50-67 ára) voru því frekar eða mjög andvíg borið saman við 69,6% í aldurshópnum 30-49 ára og 65,7% í yngsta aldurshópnum (18-29 ára).

1111_skotvopn_2

 

Niðurstöðurnar í heild:
1111_tilkynning_skotvopn.pdf