Traust

|

MMR_traustMMR kannaði traust til nokkurra helstu stofnana samfélagsins. Könnunin er nú gerð í sjötta skipti frá bankahruni. Yfir heildina litið eykst traust til allra þeirra stofnana sem mældar voru nema til stjórnarandstöðunnar, traust til hennar minnkar milli mælinga. Af þeim sem tóku afstöðu til spurninganna sögðust 13,6% bera traust til stjórnarandstöðunnar borið saman við 17,8% í október 2010. Á hinn bóginn fjölgaði í hópi þeirra sem sögðust treysta ríkisstjórninni eða 14,1% samanborið við 10,9% í október 2010.

Þeim fjölgar sem bera mikið traust til Landsvirkjunar en 34,2% sögðust bera mikið traust til hennar nú, borið saman við 24,7% í október 2010 sem er 39% aukning. Traust til Landsvirkjunar er því að nálgast það traust sem fyrirtækið hafði í desember 2008 og skipar sér þar með á bekk fárra stofnana sem njóta mikils trausts hjá fleirum en segjast bera lítið traust til þeirra.

1110_traust_stofn_1

Traust til ríkisútvarpsins, Háskólans í Reykjavík og Alþjóðagaldeyrissjóðsins eykst einnig nokkuð milli mælinga. Þeim fjölgar sem sögðust bera mikið traust til ríkisútvarpsins úr 52,1% í október 2010 í 59,7% nú. Fjöldi þeirra sem sagðist bera mikið traust til Alþjóðagjaldeyrisjóðsins fór úr 6,8% í október 2010 í 11,9%. Þá fjölgar þeim einnig sem sögðust bera mikið traust til Háskólans í Reykjavík, var 48,9% fyrir ári síðan en var nú 52,9%.

Sem fyrr trónir lögreglan í efsta sæti yfir þær stofnanir sem fólk segist bera mikið traust til, en 81,3% þeirra sem tóku afstöðu kváðust bera mikið traust til hennar.

Þrátt fyrir bætingu milli mælinga situr bankakerfið sem fyrr á botninum en 5,9% þeirra sem tóku afstöðu sögðust bera mikið traust til þess.

 

1110_traust_stofn_2

 

1110_traust_stofn_3

 

Niðurstöðurnar í heild:
1110_tilkynning_trust_stofnanir.pdf

Normal 0 21 false false false IS X-NONE X-NONE