logreglanMMR kannaði hvort landsmenn væru hlynntir eða andvígir því að lögreglan fái forvirkar rannsóknar-heimildir (þ.e. heimild til safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um lögbrot). Af þeim sem tóku afstöðu voru 45,0% sem sögðust hlynnt því að lögreglan fengi forvirkar rannnsóknarheimildir, 37,2% sögðust andvíg og 17,7% sögðust hvorki hlynnt né andvíg.

Þetta er nokkur breyting frá sambærilegri könnun MMR frá í mars 2011. Þá sögðust 58,3% þeirra sem tóku afstöðu vera hlynntir því að lögreglan fengi forvirkar rannsóknarheimildir.

1203_mmr_forvirkar_1

Breytileg afstaða eftir aldri svarenda
Stuðningur við að lögreglu verði veittar forvirkar rannsóknarheimildir eykst heldur með hækkandi aldri. Þannig var ríflega helmingur svarenda þrjátíu ára og eldri sem sagðist hlynntur forvirkum rannsóknarheimildum samanborið við 29,1% þeirra sem voru undir þrítugu.

1203_mmr_forvirkar_2

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 891 einstaklingur
Dagsetning framkvæmdar: 13.-18. mars 2012

Eldri kannanir sama efnis:
Mars 2011: MMR könnun um forvirkar rannnsóknarheimildir

Niðurstöðurnar á PDF:
1203_tilkynning_forvirkar.pdf

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.