Af þeim sem tóku afstöðu voru 76,3% sem sögðust frekar eða mjög fylgjandi styrkjum til íslensks landbúnaðar.Skipt eftir einstökum svörum voru 5,1% mjög andvíg, 18,6% sögðust frekar andvíg, 48,5% sögðust frekar fylgjandi og 27,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiddi styrki til íslensks landbúnaðar.
Nokkur munur reyndist vera á afstöðu svarenda eftir búsetu. Þannig sögðust 71,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera frekar eða mjög fylgjandi styrkjum til íslensks landbúnaðar en á landsbyggðinni var stuðningurinn 84,4%. Þá voru 15,6% íbúa landsbyggðarinnar mjög eða frekar andvíg styrkjum til íslensks landbúnaðar á meðan 29,0% íbúa höfuðborgarsvæðisins voru því mjög eða frekar andvíg.