googleSkv. fjölmiðlakönnun MMR frá í janúar eru Google og mbl.is þau vefsetur sem flestir Íslendingar nota í viku hverri – en 87,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðust nota Google vikulega eða oftar og 86,5% sögðust nota mbl.is vikulega eða oftar. Þá mældist fjöldi vikulegra notenda[1] visir.is 80,3%, Facebook 76,3%, ja.is 67,5%, pressan.is 57,7% og YouTube 57,5%.

Mbl.is mældist það vefsvæði sem hefur flesta daglega notendur – en 64,5% sögðust nota vefinn að minnsta kosti daglega Þá voru 60,6% sem sögðust nota Facebook daglega, 53,1% sögðust nota visir.is daglega, 53,0% sögðust nota Google daglega og 31,4% sögðust nota dv.is daglega.

1101_vefnotkun

Tekið skal fram að könnunin náði til netnotenda eingöngu. Skv. tölum Hagstofu íslands nota um það bil 93% landsmanna internetið vikulega eða oftar[2].



[1] Vikulegir notendur eru skilgreindir sem þeir sem nota vefsvæði vikulega eða oftar (þmt. daglegir notendur)

[2] Sjá Hagtíðindi: https://hagstofa.is/?PageID=421&itemid=584a83aa-cefb-4867-b052-7c9c7c734b87


Niðurstöðurnar í heild:
1101_tilkynning_vefsidur.pdf