MMR kannaði hvort landsmenn væru fylgjandi eða andvígir því að staðgöngumæðrun yrði gerð lögleg á Íslandi. Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu var fylgjandi lögleiðingunni eða 86,7%.
Stuðningur við staðgöngumæðrun reyndist um og yfir 80% óháð því hvort niðurstöður eru greindar eftir kyni, aldri, búsetu, tekjum eða stuðningi við stjórnmálaflokka (sjá nánar í meðfylgjandi tilkynningu).
Niðurstöðurnar í heild: 1101_tilkynning_stagngumur.pdf