Í könnun MMR, sem framkvæmd var dagana 3-5 nóvember, var spurt um væntanlega þátttöku almennings í komandi kosningum til stjórnlagaþings. Í könnuninni sögðust 54,8% þeirra sem tóku afstöðu ætla greiða atkvæði í kosningunum. 11,1% sögðust ekki ætla að taka þátt og 34,0% kváðust ekki hafa ákveðið hvort að þeir tækju þátt. Þá sögðust 57,4% þeirra sem tóku afstöðu ekki enn hafa kynnt sér neinn þeirra einstaklinga sem boðið hafa sig fram til stjórnlagaþings.
Niðurstöðurnar í heild: 1011_tilkynning_stjornlagathing.pdf